Dýralíf, barnalíf og mannlíf

Skjámynd 2024-04-28 075450Dýralíf og mannlíf – sértaklega barna, er áhugavert.

Á vef Bændablaðsins er sagt frá því, að söfnun hafi farið fram til stuðnings Einstökum börnum og þar er þessi mynd af börnum sem eru að sýna stóðhesta.

Þar segir frá því að ,,Söfnunin fer að mestu leyti fram á viðburðinum sjálfum þegar boðnir eru upp folatollar og seldir eru happdrættismiðar“

Skjámynd 2024-05-07 072404Ekki er annað að sjá en börnin hafi fullt vald á stóðhestunum sem þau eru að sýna í hestahöllinni á Ingólfshvoli í Ölfusi.

Að öðru og síðan enn öðru.

Í Heimildinni er sagt frá því, að Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hafi selt frá sér makrílkvóta til fjáröflunar og svo er að sjá sem fyrirtækið hafi verið heppið, því á öðrum stað rekumst við á þetta:

 

Það er sem sagt ekki alltaf á vísan að róa Skjámynd 2024-05-07 131726varðandi fiskinn í sjónum, hann kemur, hann er og stundum fer hann, bara eitthvað annað og gefur ekki kost á að láta veiða sig.

Fiskveiðimenn, hvort heldur er á landi eða sjó, vita hvernig þetta gengur fyrir sig, taka áhættu og hagnast stundum og stundum ekki.

Í sama miðli er líka sagt frá því, að yfirmaður í lögreglunni hafi af örlæti sínu gefið undirmönnum sínum hálfan milljarð.

Peningarnir koma úr ríkissjóði en ekki úr vasa hins örláta yfirmanns og þar sem viðtakendur vissu ekki, að um ólöglegan gjörning væri að ræða, þá stendur úthlutunin.

Það er sem sagt dýrt fyrir skattborgarana að vera með menn í vinnu, sem ekki fara vel með almannafé en eins og við vitum núna, er fátt við því að gera og sem betur fer eru vasar skattborgaranna djúpir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband