14.11.2023 | 07:08
Stríðið í austri og aðeins meira
Þjóðverjar ætla að kosta talsverðu til í hernað Úkraínu gegn sjálfstjórnarhéruðunum, í austur Úkraínu eða vestur Rússlandi, eftir því hvernig á það er litið.
Eitt sinn fóru Þjóðverjar í herleiðangur gegn Rússlandi (Sovétríkjunum) og það fór ekki vel.
Nú eru þeir með verktaka sem þeir þekkja frá fyrri tíð, þ.e. Úkraína. Þeir dugðu ekki þá og spurning er hvort þeir duga betur núna.
Eitt af því sem Zelensky segist óttast eru árásir á orkuver.
Það eru góðar fréttir að hann leiði hugann að því og verður að teljast nýnæmi, sé tekið mið af því hvernig Úkraínar létu sprengjuregnið dynja á Zaporizjzjya verinu, að því er virtist, til að úr yrði kjarnorkuslys af úkraínskri stærðargráðu.
Það náðist loks fram að fulltrúar frá S.Þ. fóru á vettvang og þeim þótti ekki gott það sem þeir sáu. Úkraína er ekki eyja og ekki Rússland heldur og því er frekar auðvelt að búa til deilur um landamæri austur þar og fátt við að styðjast, vilji menn rökstyðja mál sitt.
Herjað hefur verið um hver ætti hvað og það hefur verið gert um aldir og svo ólíka sem Tyrki, Frakka og Breta hefur langað til að komast yfir Krímskaga svo dæmi séu tekin og til þess hefur verið fórnað ótal mannslífum. Úkraíni gaf skagann að lokum Úkraínu í fylleríiskasti.
Á þeim tíma skipti það engu máli, því Úkraína var eitt hinna sovésku ríkja, en gjörðin þótti sumum góð.
Pétur mikli hjó á hnútinn gagnvart Tyrkjum svo sem frægt er, lærði að smíða skip og sitthvað fleira lærði sá góði maður og sérstaki, en ætli ekki megi segja að hann hafi dregið Rússa inn í þann nútíma sem var á hans tíma.
Napóleon fór sína háðuglegu för til Rússlands og komst til Moskvu, brenndi hana og hundskaðist síðan heim með skottið á milli lappanna og það var ekki fyrsta skiptið sem þar brann og ekki það síðasta.
Nú dreymir ruglaða stjórnmáladalla um að komast yfir landið a.m.k. að einhverjum hluta, en hætt er við að það geti orðið heitt í kolum heimsbyggðarinnar áður en lýkur, reyni menn að fylgja því áhugamáli eftir.
Íslensk stjórnmálaskoffín hafa ekki látið sitt eftir liggja, ausið peningum í stríðsreksturinn austur þar og í raun slitið stjórnmálasambandi við Rússland og mun þá hafa verið glott við tönn, ef ekki hlegið hátt í Kreml.
Ekki þarf að efast um að Zelensky tekst að sjúga út peninga frá fleirum en Þjóðverjum, en við vonum að ekki sé búið að tæma Viðlagasjóð- og tryggingu, í blóðbaðið austur þar, því nú þurfum við á peningum að halda vegna afla sem ekki spyrja um kreddur og fár.
Við sjáum hvað setur og vonum að ríkisstjórnarnefnan okkar sé ekki alveg búin að tæma öryggissjóði þjóðarinnar, sjóðina sem nú þarf á að halda.
Það er ekki gott að gleyma því, að við búum landi mikilla og ógnvænlegra náttúruafla; landi sem getur tekið upp á að gera okkur kárínur nær hvenær sem er, enda er það enn í smíðum, af þeim öflum sem við ráðum ekkert við, en þurfum að lifa með.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ekkert eftirlit er með hvað þessi fjáraustur íslenska ríkisins er notaður í
en víst er að Mafían tryggir sér alltaf sinn hlut af fénu
hvað sem hún heitir í Úkraínu, Afganistan og Plaestínu
Eftirlit með fé til Palestínu ekkert (mbl.is)
Grímur Kjartansson, 14.11.2023 kl. 09:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.