Gosið sem lætur bíða eftir sér og íhöldin þrjú

Þjóðin stendur á öndinni og bíður eftir eldgosi á Reykjanesskaga, en enginn veit hvenær það kemur, né hvort það kemur. Það er þó langlíklegast að það Skjámynd 2023-11-07 053552gjósi, því jörðin hristir sig líkt og hross sem risið er upp, eftir að vera búið að velta sér eftir reiðtúr, en hvort það gýs á næstu dögum er ekki klárt, en það mun gjósa einhverntíma.

Náttúran okkar lætur ekki að sér hæða og að það geti gosið á Reykjanesskaga kemur víst engum á óvart, því það er nær sama hvert farið er um skagann, allsstaðar er hraun. Annað hvort undir fótum, eða ef ekki, þá í grennd.

Það eina sem við getum vonað er að gosið verði lítið og háttvíst eins og þau sem komin eru, en eins og sannaðist í eldgosinu í Vestmannaeyjum, þá er ýmislegt hægt að gera til að verja mannvirki og vafalaust verður það gert, eða a.m.k. reynt.

Skjámynd 2023-11-08 062012Borgarstjóraskipti standa til í Reykjavík eins og samið var um eftir síðustu kosningar.

Í sjónvarpi allra landsmanna, tókust á Dagur B. Eggertsson og óðamála fulltrúi frá Sjálfstæðisflokknum.

Reyndar var það Dagur sem ræddi málin á sinn yfirvegaða hátt, en fulltrúi Sjálfstæðisflokksins óð elginn af miklum móð, sannfærð um að eftir því sem hún segði meira og í fleiri orðum, þá væri það betra. Magn er ekki alltaf sama og gæði og vel getur verið að fulltrúinn hefði komið einhverju markverðu að, ef hann hefði farið sér hægar.

,,Er aldrei hægt að gleðjast þegar vel gengur“, spyr verðandi borgarstjóri á visir.is og er það að vonum.

Vonandi mun hann og meirihlutinn skila góðu búi, en líklega verður erfitt að koma málum fram, sem vinna þarf í samstarfi við ríkisstjórnina, meðan meirihluti hennar er skipaður þremur íhöldum eins og nú er.

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki búinn að jafna sig eftir að hafa tapað borginni fyrir margt löngu, en þau sem muna, vita að það gekk á ýmsu meðan sá flokkur fór þar með völdin og þekktast er líklega, að torvelt var að fá lóðir, nema að vera félagi í þeim flokki.

Sovétin eru víða og komið er nóg af þeim stjórnarháttum.

Að því sögðu, var ekki allt illt og bölvað í íhaldstíð og væri vissulega hægt að telja ýmislegt til, því til sönnunar.

Til dæmis var byggð Perla, sú sem nú á að selja og eftir mikið japl jaml og fuður, var byggt ráðhús sem margir voru á móti, en þær raddir eru þagnaðar að því er virðist.

Það skiptir máli hvernig höfuðborg þjóðar er stjórnað og því er vert að óska nýjum borgarstjóra velgengni í nýju starfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband