Kúgun er ekki lausn

Svo er sagt að um átta milljónir Palistínuaraba búi að svæði sem er samsvarandi Reykjavík og Kópavogi að stærð.

Íslenska þjóðin mun vera að nálgast fjögur hundruð þúsund á landinu öllu, svo samanburðurinn er nær óskiljanlegur.

Meðferðin á Gyðingaþjóðinni í heimstyrjöldinni síðari er flestum kunn og því er það sorglegt að það skuli vera sú þjóð, sem stendur fyrir stöðugu landráni og yfirgangi gagnvart þeim sem í landinu búa; eru þar fyrir og hafa verið um aldir.

Líklega hefur stofnun Ísraelsríkis verið mistök sem gerð voru vegna þess hve andstyggilegar hörmungar gyðingar höfðu þurft að þola og að heimsbyggðin var í áfalli vegna þess sem upplýstist að styrjöldinni lokinni.

Það sem þar opinberaðist var svo yfirþyrmandi að mönnum lá á, að bæta fyrir það sem gerst hafði, en sást yfir að það þurfti ekki að gera með því að ræna landi af annarri þjóð og setja hana á vergang. Sást yfir að það væri farsæl lausn.

Þeir einir báru ábyrgð á ,,helförinni" sem að henni stóðu og vel hefði verið hægt að búa svo um hnúta, að gyðingar hefðu einfaldlega sinn rétt þar sem þeir voru; hefðu sama rétt og aðrir þjóðfélagsþegnar í samfélögunum sem risu upp úr rústum styrjaldarinnar.

Sú leið var ekki farin, heldur var valin sú leið, að hrekja á brott þau sem bjuggu í landinu. Landinu sem menn telja vera Ísrael.

Þau áttu að fara ,,eitthvað annað" en hvert, var ekki tilgreint, en nokkuð augljóst er, að lönd araba áttu að sitja uppi með vandann.

Það fór svo, að þjóðir Evrópu ákváðu að losa sig við Gyðingaþjóðina, koma henni af sér til annarra og láta þeim eftir að glíma við vandann.

Vond voru þeirra ráð og vont var þeirra réttlæti og framtíðarhugsunin engin önnur en sú, að líklega myndi þetta nú allt blessast einhvernvegin.

Og höfðinu var ,,stungið í sandinn".

Þegar allt virðist vera tapað og engin von er eftir, grípa menn til örþrifaráða.

Skjámynd 2023-10-09 111528Þannig hefur það alltaf verða og mun alltaf verða og því ætti að forðast að koma fólki í slíka stöðu.

Afleiðingarnar geta orðið hrikalegar og við sjáum hverjir stíga fram á sviðið og/eða eru dregnir þar fram.

Það eru ekki neinir sérstakið friðarpostular sem við sjáum tjá sig um málin og fregnir hafa borist af því að Bandaríkjamenn ætli að leysa málið á sinn hátt:

Stærsta flugmóðurskip heimsins mun vera á leið á vettvang!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Já, veit ekki hvernig Bandaríkin ættu að geta leyst þetta á auðveldan hátt frekar en í Úkraínu. En hinn ofsótti aðili sem verður ofsækjandinn, það er vel þekkt atriði í sálfræðinni. Það má greinilega heimfæra það á þjóðir líka, eða þá sem stjórna þjóðunum.

Annað í þessu sem þarf að athuga er áhrif Úkraínustríðsins á heimsfriðinn. Nató hefur framlengt það stríð og þeir sem hafa hjálpað Úkraínumönnum, eða auðstjórninni þar öllu heldur. Ekki verið að hjálpa fólki með að stuðla þar að meira mannfalli og hörmungum. 

Með Úkraínustríðinu er komið fordæmi um að vel megi ógna kjarnorkuveldi. Rússland er kjarnorkuveldi sem áður var talið að ekki ætti að ógna. Ísrael er líka kjarnorkuveldi sem múslimar veigruðu sér við að ógna.

Þeir eina sem hafa áhuga á að ráðast á Ísrael í alvöru eru frá Arabaheiminum. Með því að búið er að koma á algerri styrjöld við bæjarhlið Rússa telja Arabar rétt að gera sem digrasta árás á sitt óvinaríki. Undirmeðvitund þeirra segir þeim að þetta sé rétti tíminn. Klikkun mannkynsins eykst, stríðsæsingurinn. Við þekkjum þetta úr mannkynssögunni, hvernig víða getur ástand versnað eða batnað í senn.

Úkraínustríðið hefur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir suma, en þó voru þær fyrirsjáanlegar. Ábyrgð bandamanna Nató er stór, Kötu og okkar ríkisstjórnar þar með.

Ingólfur Sigurðsson, 9.10.2023 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband