Sjómannaskólinn?

Í Morgunblaðinu í dag er frétt, sem ef til vill lætur lítið yfir sér, en segir þó frá því, að til standi af hálfu yfirvalda að útvista skólunum  sem verið hafa fyrir Skipstjórnarmenn og Vélstjórnar, úr Sjómannaskólahúsinu.

Í stað þess að þar verði menntaðir Vélfræðingar, vélstjórar og Skipstjórnarmenn, mun vera ætlunin að flytja menntun þeirra stétta á brott frá Reykjavík, eða svo er látið í veðri vaka.

Í þeirra stað er sagt að til standi að hýsa þar dómstóla landsins.

Reyndar er svo komið að ,,háskólar" eru komnir ,,út á land" en hvort til stendur að koma þeim þaðan til Reykjavíkur er  ekki vitað. Raddir hafa heyrst sem segja að háskólar út á landi séu ekki nógu góðir en einnig er svo, að sumum þykir sem menntun lögreglumanna sé dálítið afskekkt á Akureyri svo dæmi sé tekið.

Verði niðurstaðan sú, að útvista menntun þeirri sem hér var nefnd í upphafi frá Reykjavík og til annarra sveitarfélaga má segja að það sé enn eitt skrefið í þá átt að flytja námsaðstöðu úr höfuðborginni.

Verði það síðan einnig niðurstaðan, að leggja af háskólann og koma honum út á landsbyggðina, að þá sé skrefið stigið til fulls og hótelhaldarar landsins geti að því loknu farið að taka danssporin!

Vonandi verður ekkert af þessu og sé það rétt sem hvíslað hefur verið, að alls ekki standi til að flytja í dómstóla í Sjómannaskólann, heldur breyta honum í hótel, þá ættu menn að hugsa til þess að það er til fleira en ferðamennska.

Sjómannaskólinn hefur hýst kennslu þeirra sem stefnt hafa að því að starfa á sjó, þ.e. skipstjórnarmenn og vélstjórnar, auk þess sem ritari telur sig muna til þess að þar hafi verið kennsla fyrir loftskeytamenn og eitthver aðstaða var fyrir fleiri s.s. meinatækna a.m.k. um einhvern tíma.

Og ekki þótti okkur strákunum leiðinlegt að sjá hinu fagra kyni (meinatæknana) bregða fyrir, þegar við fórum sömu leið og þær en í sitthvora stofuna: þær til að nema sín fræði en við í efnafræðistofu þar við hliðina! 

Nú er samkvæmt því sem segir í textanum hér að neðan (úr Morgunblaðinu) svo komið að skipstjórnarmenn hafa þungar áhyggjur af málinu og er það að vonum.

Það mun vera héraðsdómur Reykjavíkur og Reykjaness sem flytja eiga í húsnæðið sem hýst hefur sjómannastéttina.

Enda þarf þjóð sem lifir ekki lengur á því að sigla um höfin til að afla verðmæta í þjóðarbúið og sigla síðan með verðmætin að heiman og heim, ekki húsnæði lengur til að afla sér þekkingar.

Framtíðin í þeim atvinnuvegum mun eflaust felast í því að bjóða fiskveiðar við landið út á alþjóðlegum markaði sem og flutningana líka og þegar svo er komið, þarf ekki lengur að vera til menntuð sjómannastétt í landinu.

Þá má einnig gera ráð fyrir að stutt sé í að nýting sjávarnytja hverskonar verði bönnuð, enda hafið ekki ætlað til þess að veitt sé í því, a.m.k. ekki við Ísland.

Því á Íslandi munu menn finna sér starfa við að dæma mann og annan fyrir það sem þeir hafa gert, eða ekki gert.

Hér að neðan sjáum við að Félag skipstjórnarmanna hefur áhyggjur af málinu og það hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þess. Yfirlýsing þeirra er hér að neðan óstytt frá því sem hún var í Morgunblaðinu: 

,,Fé­lags­menn í Fé­lagi skip­stjórn­ar­manna hafa þung­ar áhyggj­ur af gæðum skip­stjórn­ar­náms og sjáv­ar­út­veg­stengdra greina í dag. Flagg­skip mennt­un­ar sjáv­ar­út­vegs­ins, Sjó­manna­skóla­húsið við Há­teigs­veg, hýs­ir nú Tækni­skól­ann og nú séu Skjámynd 2023-09-30 164830jafn­vel uppi hug­mynd­ir um að taka þetta sögu­fræga hús og færa Héraðsdóm­stól­um Reykja­vík­ur og Reykja­ness, sem væri hneisa að mati fé­lags­manna og miklu nær að líta til Hegn­ing­ar­húss­ins á Skóla­vörðustíg fyr­ir dóm­stóla.

Fé­lag skip­stjórn­ar­manna hef­ur sent stjórn­völd­um álykt­un um málið þar sem þeir skora á stjórn­völd að stofnaður verði Skóli sjáv­ar­út­vegs og sigl­inga á Íslandi þar sem kraft­ur verði sett­ur í grunn­nám skip- og vél­stjórn­ar með mögu­leika á há­skóla­námi í sjáv­ar­út­vegs- og fisk­eld­is­fræði. Slík­ur skóli gæti þó ekki verið í sam­búð við fjöl­marg­ar grein­ar í Tækni­skól­an­um enda sé skip­stjórn­ar- og vél­stjóra­mennt­un nú þegar horn­reka í hinum forn­fræga Sjó­manna­skóla, sem ætti að end­ur­heimta stöðu sína í mennt­un í sjáv­ar­út­vegs­grein­um eins og þegar hann leysti Gamla stýri­manna­skól­ann á Öldu­götu af hólmi 1945.

Nýr skóli ætti að vera í góðu sam­starfi við lands­byggðina og halda nám­skeið, efla ný­sköp­un, leita eft­ir sam­vinnu við t.d. Fisk­tækni­skól­ann í Grinda­vík og Haf­rann­sókna­stofn­un og þá gætu vannýtt skip stofn­un­ar­inn­ar komið sér vel."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband