Borgarlína, Hvalfjarðargöng o.fl.

Dagur B. Eggertsson rifjar m.a. upp hvernig var með göngin undir Hvalfjörð í færslu sem hann birti á Facebook og ritar eftirfarandi:

,, Því er slegið upp í gær að 36% fólks segjast andvíg Borgarlinu. Það er auðvitað frétt og heldur meiri andstaða en áður. Aðalpunkturinn er þó væntanlega sá að samkvæmt sömu könnun eru 64% að sama skapi hlynnt eða "í meðallagi" hlynnt Borgarlínu. Það er reyndar býsna góður stuðningur miðað við hvað hamast er gegn þessu þjóðþrifamáli. Ekkert annað verkefni skiptir meira máli til að létta á umferðinni á höfuðborgarsvæðinu. Reykvíkingar styðja verkefnið meira en aðrir 48% þeirra eru hlynntir eða mjög hlynntir Borgarlínu og 20% að auki eru miðlungs hlynntir eða 70% alls. Stuðningsfólk allra flokka meirihlutans i Reykjavík styðja verkefnið sterkt."

Hann rifjar upp andstöðuna sem var við gerð ganganna undir Hvalfjörð en þá voru úrtöluraddir á kreiki.

Niðurstaðan varð samt sú, að göngin voru gerð og enginn myndi vilja troða upp í þau núna!

Flestar samgöngubætur sem gerðar hafa verið hafa gefist vel, þó setja megi spurningarmerki við Borgarfjarðarbrúna og Vaðlaheiðargöngin og segja sem svo að fara hefði átt aðra leið með það fyrrnefnda og sleppa hinu síðara.

Um það þýðir ekki að fjasa úr því sem komið er og eins og venjulega verður að horfa fram á veg, þó gott geti verið að líta til baka til að læra af mistökum sem gerð hafa verið.

Þingmenn úr Sjálfstæðisflokknum munu hafa vakið máls á því nýlega að gott gæti verið að gera uppbyggðan veg með bundnu slitlagi yfir Kjöl.

Menn ættu að skoða þær hugmyndir með jákvæðu hugarfari; skoða kosti og galla, vega og meta og ef niðurstaðan verður sú að rétt sé að gera raunverulegan veg yfir Kjöl, þá er bara, að hætta að tala og snúa sér að því að gera og viti menn:

Þegar vegurinn verður kominn, þá myndu allir vilja Skjámynd 2023-09-28 082656Lilju kveðið hafa! 

Myndirnar hér til hliðar eru úr færslu Dags og munu vera teikningar af Borgarlínu.

Það er sem glitti í Laugardalshöllina á þeirri efstu.

Hvað er þar fyrir neðan, verður hver sem skoðar að dæma fyrir sig.

Ritari er ekki vel inn í hugmyndunum um verkefnið og treystir sér ekki til að skýra það sem er á litlu myndunum.

Sjá má samt, að huggulegt er það alla vega og á þeirri mynd sem er lengst til vinstri er almenningsvagn einhverrar gerðar, á þeirri næstu reisulegar byggingar og lengst til hægri er horft út um glugga til að virða fyrir sér útsýnið.

Við lifum í tölvuheimum, sem ekki voru til þegar Hvalfjarðargöngin voru hönnuð og það er ýmislegt hægt að gera, til að fólk sjái fyrir sér útkomu framkvæmda sem verið er að ræða um, en ekki eru orðnar að veruleika.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband