Í upphafi skyldi endinn skoða

Grein eftir Ernu Bjarnadóttur hagfræðing er á visir.is.

Þar fer hún yfir það sem hefur gengið yfir landbúnaðinn að undanförnu og hvernig Evrópusambandið hefur brugðist við þeim hremmingum.

 

Eins og við munum var farin sú leið að opna fyrir innflutning á landbúnaðarvörum frá Úkraínu til Íslands og skipti þar engu hvernig að framleiðslu þeirra væri staðið, né hverjar heilbrigðiskröfurnar sem uppfylla þyrfti þar í landi væru.

Íslenskir alþingismenn komust að þeirri niðurstöðu að landið væri svo langt í burtu frá Íslandi að ekki þyrfti að hafa áhyggjur af neinu þessu; til Íslands kæmust þær aldrei vegna fjarlægðarinnar!

Í Evrópusambandinu hefur verið farin sú leið að styrkja landbúnaðinn og líkast til er það vegna þess, að þar á bæ geri menn sér grein fyrir því að fólk þarf að borða til að geta lifað.

Í grein Ernu kemur fram að Úkraína ætli að bregðast við sjálfsbjargarviðleitni nokkurra þjóða varðandi þessi mál með málsókn á hendur þeim sem hlut að eiga og í grein Ernu segir m.a.:

,,Úkraína hefur sagst [ætla] að [...] höfða mál á hendur Póllandi, Ungverjalandi og Slóvakíu fyrir Alþjóðaviðskiptastofnuninni í Genf út af þessum innflutningshöftum."

Erna snýr sér síðan að stöðu þessara mála hérlendis og ritar:

,,Búast má við að þá taki sig enn upp gagnrýni á matvælaframleiðendur hér á landi með söngnum um að þeir ekki geti haldið aftur af verðhækkunum. Hér verður ekki bæði sleppt og haldið, bændur eru ekki kyndarar á verðbólgubálinu. Á meðan staða matvælaframleiðenda í nágranna­löndum er tekin alvarlega og auknum stuðningi beitt til að tryggja að þeir komist í gegnum brimgarðana, má þá búast við að enn verði söngurinn um sök þeirra á háu matvælaverði hér á landi sunginn hástöfum?"

Það er ólíklegt að Úkraína hefji málsókn á hendur Íslandi sé tekið mið af hvernig íslensk stjórnvöld hafa tekið á þessum málum, en þó er aldrei að vita, svo óstöðugt sem landið er og hefur verið um árabil.

Alþingi heimilaði á sínum tíma ótakmarkaðan innflutning á úkraínskum landbúnaðarvörum, eins og fyrr sagði og var því þá haldið fram, að ekki þyrfti að óttast neitt í þeim efnum, vegna þess hve Úkraína væri langt í burtu!

Niðurstaðan varð að flutt var inn vafasöm vara sem var að framleidd í Úkraínu af m.a. hollenskum burgeisum.

Það skipti engu, þó á væri bent að í landinu væri notkun sýklalyfja í landbúnaði þannig, að umtalsverðar líkur væru á að með vörunum bærust sýklalyfjaónæmar bakteríur.

Fram hefur komið að sama gildir um fleiri matvörur, svo sem egg samkæmt því sem lesa mátti um í Poltry World.

Sé ætlunin að styðja land sem er í hremmingum, er betra að hugsa fyrst og gera svo, en eins og fram hefur komið að undanförnu hefur skort þar talsvert uppá að undanförnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband