Sameiningar og brottflutningur menntastofnana

Menntun sjómanna er orðin hornreka í samfélagi eyríkisins.

Framsóknarflokknum (og reyndar Vinstri grænum líka) er sagt til syndanna í þessum aðsenda pistli í Heimildinni.

Höfundur er ósáttur við, að til standi að sameina VMA og MA á Akureyri og finnst sem Framsókn hafi brugðist.

Ekki er minnst í greininni á, að verið er að leggja af veru Vélskóla Íslands og Stýrimannaskólans í Sjómannaskólanum og að í þeirra stað á að koma þar fyrir dómstól.

Sýn ríkisstjórnarinnar á gildi atvinnuvega eyþjóðarinnar í N-Atlantshafi birtist í þessum flutningum.

Skjámynd 2023-09-11 074052Glæsilegt hús sem fyrri kynslóðir byggðu af stórhug í fátækt sinni og ætluðu til menntunar þeirra sem sækja verðmætin sem þjóðin lifir á, í hafið og síðan á erlenda markaði eru óþarft til slíkar nota.

Það skal hýsa dómstól.

Segja má þeim það til hróss, að valið á húsinu til þessara nota er ekki með öllu fráleitt.

Því hægt er að koma fyrir óhemju miklum stöflum af pappírum í húsinu og eins og við vitum snýst nútímalíf um það framar öðru, að búa til mikilfenglega pappírsstafla.

Ekki má heldur gleyma því, að engin þörf er fyrir íslenska sjómenn, því hagkvæmast af öllu hagkvæmu, er að bjóða sjómennskuna út á heimsmarkaði og losa þar með þjóðina við þann klafa sem menntun sjómanna er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband