Hættutímar

Við lifum á tímum þar sem hætta á heimstyrjöld virðist lúra á bak við hornið og í The ZeroHedge er viðtal við forseta Ungverjalands þar sem hann varar við og vill fá Trump aftur til valda í Bandaríkjunum og segir að þá hafi utanríkisstefna þess ríkis verið björgulegri fyrir heimsfriðinn.

Skjámynd 2023-08-30 073737Einnig er sagt frá því í sama miðli, að Financial Times hafi sagt frá því að Úkraínar séu farnir að senda menn sem komnir eru af léttasta skeiði til þjálfunar í hernaði og þjálfunin fer fram á vesturlöndum.

Og a.m.k. einn þeirra spræku karla var sjötíu og eins árs, eftir því sem þar segir.

Sé allt þetta rétt, sem líklegt verður að telja, er hætt við að fjáraustur úr íslenskum ríkissjóði hafi haft lítið að segja til að hressa við stöðuna fyrir Úkraína.

Sú var eitt sinn tíð, að Rússland náði allar götur yfir Pólland og þó ekki sé rétt að miða við það í nútímanum, þá eru litlar líkur til annars en að stefna rússneskra stjórnvalda sé að halda fullri og óskorðari stjórn á héruðunum sem samþykktu í kosningum að tilheyra rússneska ríkjasambandinu.

Skjámynd 2023-08-30 073708Sumir hafa slegið því fram að Krímskagi tilheyri Úkraínu og víst er að úkraínsk stjórnvöld standa í þeirri meiningu að svo sé.

En sannleikurinn er sá, að skaginn hefur ekki í seinni tíma sögu tilheyrt því landi, nema að nafninu til eftir að Krjútsjev gaf upprunalandi sínu skagann í ölæði, að því sem sagan segir.

Margar þjóðir hafa fórnað ungmennum sínum í tilgangslausri baráttu um Krímskagann og meira að segja damlað á seglskipum frá Bretlandi og Frakklandi fyrr á öldum, í þeim tilgangi að reyna sölsa undir sig þann eftirsótta skaga.

Skaginn er nú landtengdur við Rússland með brú yfir Kersh sund, sem byggð var, eftir að draumur hafði staðið til þess að gera það í nokkrar aldir.

Ráðamenn koma og fara í tímans rás og það er varasamt að telja sér trú um að einn slíkur sé alvaldur og skiptir þá ekki máli hvað hann heitir.

Að því sögðu má þó gera ráð fyrir að Putin ráði meiru í Rússlandi en Zelensky gerir í Úkraínu og skiptir þá litlu hversu mikið upp við þann síðarnefnda íslenskar stjórnmálakonur viðra sig. 

Sá síðarnefndi er talsmaður þeirra sem stjórna, en ekki stjórnandi og þeir sem að baki eru, halda sig til baka og eru lítið í sviðsljósinu.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband