15.8.2023 | 07:40
Skriplaði ráðherra á skötunni?
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifaði gein sem birtist í Morgunblaðinu þann 12. ágúst undir yfirskriftinni: Unnið í andstöðu við stjórnarsáttmála.
Í greininni segir m.a.:
,,Við myndun þeirrar ríkisstjórnar sem enn situr þegar [...] var gerður sáttmáli líkt og hefðbundið er, þar sem meðal annars var fjallað um áherslur tengdar sjávarútvegsmálum. Var þar um samið á meðal ríkisstjórnarflokkanna þriggja, að meta skyldi þjóðhagslegan ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins. Sérstök nefnd skyldi í þessum tilgangi skipuð og henni meðal annars falið að bera saman stöðuna hér á landi og erlendis. Að svo búnu ætti að leggja fram tillögur til að hámarka möguleika Íslendinga til frekari árangurs og samfélagslegrar sáttar."
Heiðrún segir að verkefnið sé bæði þarft og nauðsynlegt, enda samkeppnishæfni grunnatvinnuvegarins nauðsynleg og að greinin þurfi að vera atvinnuskapandi til að lífskjör hérlendis haldist góð og minnir hún á, að þó lagt hafi verið upp með það ,,í stjórnarsáttmála, þá hefur ekki verið eftir því unnið".
Síðan í geininni segir: ,,Þessi atriði hafa aldrei komið til umræðu á vettvangi þeirrar samráðsnefndar sem ráðherra skipaði í tengslum við vinnuna og hvergi er um þetta fjallað á umfangsmikilli upplýsingasíðu verkefnisins. Þrátt fyrir skort á þessum grundvallaratriðum í vinnu sem ætlað er leiða okkur fram veginn, þá hafa 60 bráðabirgðatillögur litið dagsins ljós."
Fjölmargt fleira kemur fram í grein Heiðrúnar. sem ekki verður frekar rakið hér, en rétt er að hvetja áhugasama til að kynna sér greinina sem vonandi er hægt að lesa af skjáskotinu sem hér fylgir með, ef ekki annarstaðar.
Það er ekki nýtt né sérstakt að ráðherrar skripli á skötunni í embættisverkum sínum, en alltaf er það jafn bagalegt fyrir þau sem fyrir því verða.
Hvalveiðar voru stöðvaðar fyrirvaralítið (degi áður en þær áttu að hefjast!), en finna má í sögu þjóðarinnar ýmsar undarlegar ákvarðanir s.s. í landbúnaðarmálum.
Sjávarútvegurinn er undirstöðuatvinnuvegur og því skyldi ganga fram af gætni þegar um hann eru settar reglurgerðir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:42 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.