8.8.2023 | 12:23
Völdin, áhyggjurnar og vaninn
Í Morgunblaðinu sem kom út þann 8. ágúst síðastliðinn, bar talsvert á fréttum og umfjöllun um það sem er að gerast, búið er að gerast og það sem gæti átt eftir að gerast.
Ofarlega á blaði eru vitanlega náttúruhamfarirnar á Reykjanesi, en fleira kemur til, því eins og við sjáum getur virknin teygst víðar.
Í Staksteinapistli er það haft eftir forstjóra Landsvirkjunar að orkuskortur geti verið yfirvofandi og ætti það engum að koma á óvart, sé haft í huga hvernig gengur að fá fram heimildir fyrir virkjanaframkvæmdum.
Þessu til viðbótar eru uppi grunsemdir um að eldvirkni undir landinu sé að aukast og gæti þá farið fyrir lítið, friðlýsing á hálfrar þriðju aldar gömlu hrauni austur í Skaftafellssýslu.
Þá er mögulegt að vatn hlaupi fram úr Hafrafellslóni, en góða fréttin er að dæmigerð endalok á eldgosinu á Reykjanesi virðast vera framundan, enda hefur ekki enn orðið slíkt eldgos á Íslandi að því hafi ekki á endanum lokið.
Áhyggjurnar eru samt ekki farnar, því alltaf má finna nýjar, ef vilji er til.
Nú er ekki lengur hægt að aka yfir hálendið á fólksbílum án þess að því fylgi vöktun og gott ef ekki gjörgæsla og er þá liðin sú tíð að fólk gati ekið frá Blöndudal og suður yfir Kjöl, líkt og gert var á tímum áhyggjuleysisins, fyrir um það bil sextíu árum síðan.
Síðan það var er sem sagt liðinn dágóður tími, en ekki var búið að finna upp ráðaleysi, vandræðagang og vöktun fullorðins fólks, sem um sjúklinga á gjörgæslu væri um að ræða.
Voru þá ferðir yfir hálendið strjálli en nú er og vöktunarþörfin óuppfundin. Farsímarnir líka, svo ekki sé nú minnst á þá yfirfljótandi tilætlunarsemi sem öllu ræður hjá þeim sem vilja njóta, en láta aðra um áhyggjurnar.
Áhyggjurnar hafa sem sagt tekið völdin!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.