Er allt þegar þrennt er?

Þrjú dæmi um flumbrugang og afleiðingar hans, eru til Skjámynd 2023-08-02 065741umfjöllunar í greinunum sem hér eru í mynd.

Sú fyrsta er af því þegar til framkvæmda kom ákvörðun utanríkisráðherra um lokun sendiráðs Íslands í Moskvu.

Ákvörðunin var ekki tekin vegna þess að til stæði almennt að draga saman í utanríkisþjónustunni, heldur einungis vegna þess að ráðherranum datt það sí svona í hug.

Hún var einfaldlega ósátt við að stjórnvöld í Rússlandi skyldu taka þá ákvörðun að beita hervaldi til að reyna að tryggja öryggi íbúanna í Donbas.

Sjaldan veldur einn þá tveir deila, segir íslenskt máltæki og víst er að talsverður sannleikur felst í þeim orðum.

Stjórnvöld í Rússlandi telja sig vera að bregðast við óviðunandi ástandi sem verið hafi á svæðinu um langan tíma eða a.m.k. síðan 2014, þ.e.a.s. um tæpan áratug.

Rökin eru m.a., að um sé að ræða, að meirihluta til, fólk sem sé í raun rússneskt og sem tali rússnesku.

Vel getur verið að talsvert sé til í því en í raun mun svo vera að bæði landamæri og skil á Skjámynd 2023-08-04 062315málsvæðum séu frekar óljós á svæðinu, samkvæmt því sem fram hefur komið frá þeim sem til þekkja.

Stríðsátökin eru ömurleg og hörmuleg fyrir fólkið á svæðinu, en einnig fyrir þá sem sendir eru til að berjast og aðstandendur þeirra.

Sendiráði Íslands í Moskvu var sem sagt lokað vegna þessa, svo sérkennilegt sem það er og finnst mörgum að nær hefði verið að nota tengslin milli landanna, til að miðla málum líkt og gert var þegar æðstu menn, þeir Gorbasjev og Regan hittust í Höfða. 

Þá voru margir stoltir af því að vera Íslendingar!

Ekki mun hafa komið til umræðu að loka sendiráði Íslands í Bandaríkjunum í Vietnam stríðinu, stríðinu í Afganistan, né vegna innrásarinnar í Írak...

Það var reyndar öðru nær, því Ísland var sett í flokk ,,hinna viljugu þjóða" og sá smánarblettur hefur ekki verið af þveginn og verður sennilega seint af þjóðinni hreinsaður.

Annað dæmi og meinlausara er það sem hér sést og fjallar um það sem kalla mætti flumbrugang við meðhöndlun eldsneytis, nánar tiltekið bensíns.

Þar mun hafa verið stigið skref sem betur hefði ekki verið tekið og eins og við sjáum, þá er talið að ákvörðunin geti valdið slysahættu.

,,Aðferðin" er gagnrýnd vegna þessa segir í frétt Morgunblaðsins og vonandi verður stigið skref til baka, því ekki er boðlegt að á markaðnum sé eldsneyti sem getur skaðað vélar í bifreiðum landsmanna.

Skjámynd 2023-08-04 063715Þriðja atriðið sem hér er vitnað í snýr að því sama og það sem hér var drepið á í upphafi og er um flumbrugang sem ríkt hefur varðandi framgöngu íslenskra ráðamanna varðandi ófriðinn í austri.

Hér til hliðar er aðsend grein eftir Werner Ívan Rasmundsson sem birtist í Morgunblaðinu 4/8/2023.

Ívan minnir í upphafi greinar sinnar á, að hlutleysi hafi verið einkennandi fyrir afstöðu Íslands til alþjóðamála.

Hann rifjar upp fundinn þann sem sem haldinn var í Höfða 1986 og telur að það hafi verið yfirlýstu hlutleysi Íslands að þakka, að niðurstaðan varð svo góð sem raun varð á.

Werner er ekki talsmaður þess að íslenskir ráðamenn hvetji og taki sér stöðu með öðrum aðilanum gegn hinum í deilunni um Donbas og er greinilega ekki ánægður með framgöngu íslenska utanríkisráðherrans í málinu.

Virðist sem betra hefði verið að marka sér bás á svipuðum stað og gert var áður þ.e. að reyna að stilla frekar til friðar frekar en hvetja til ófriðar.

Undir þessi sjónarmið er auðvelt að taka og framganga íslenskra stjórnvalda er svo sannarlega ekki hafin yfir gagnrýni, nema síður sé.

Greinarhöfundur fer yfir fjárausturinn sem veittur hefur verið úr ríkissjóði Íslands til að styðja við úkraínsk stjórnvöld í hernaðarátökunum.

Þar hlaupa upphæðirnar á milljörðum íslenskra króna eins og flestum mun kunnugt, en rétt er samt að geta þess, að ullarfatnaður sem var gefinn fólki til bjargar og hermönnum, mun ekki hafa verið greiddur úr ríkissjóði, nema þá að þeim hluta til, sem greiddur er hvort sem er, til að halda framleiðslunni uppi.

Werner lýkur pistli sínum á þá leið, að honum hrjósi hugur við þegar ráðamenn ganga svo fram að þjóðarhag er teflt í tvísýnu og svo sannarlega er ekki hægt, að mati þess sem þetta ritar að lýsa yfir ánægju með framgöngu ríkisstjórnar íslensku þjóðarinnar í þessu ömurlega máli.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband