FFH og USA

Ekki er annað að sjá en fljúgandi furðuhlutir og umræða um þá, njóti ómældrar ánægju meðal Bandaríkjamanna, a.m.k. sumra.

Af og til berast fréttir af því að einn eða annar hafi séð flygildum þeim sem hér er um rætt, bregða fyrir og stundum hefur það gengið svo langt að menn hafa talið sig sjá stjórnendur faranna. Líklega er það þó frekar ímyndun en veruleiki og vitanlega er líklegast að allt sé þetta ,,tóm þvæla og vitleysa" eins og eitt sinn var sungið.

Skjámynd 2023-07-28 064929Á ruv.is er sagt frá því, að hafin séu réttarhöld yfir bandarískum mönnum sem telja sig hafa fyrir því sannanir að eitt slíkt far hafi brotlent og verurnar sem því stjórnuðu farist.

Fréttir af þessu tagi eru ekki nýjar af nálinni eins og fyrr var getið, en það sérkennilega er að flestar berast þær frá Bandaríkjunum.

Stundum hafa komið fram skýringar á fyrirbrigðunum eins og þær, að í raun sé um að ræða flugför á vegum Rússa eða Kínverja og heimsfrægt er orðið, hve mikla áherslu hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum hafa lagt á að skjóta niður veðurbelgi í þeirri trú, að um dularfull fyrirbrigði af þessu tagi sé að ræða.

Stundum er sagt að ,,illur eigi sér ills von", en ætli ekki megi segja að æði langt sé seilst, að halda því fram að verur úr óravíddum geimsins leggist í ferðalag eða ferðalög til þess eins að kíkja á bandarískt samfélag og þó illskan geti verið þar til staðar, þá finnst hún mun víðar og það í vel sambærilegum mæli og þar. Gæti þess vegna eins verið áhugavert að taka það til skoðunar!

Hvers vegna hugmyndir af þessu tagi geta haldist við um áratuga skeið í samfélagi sem er vel upplýst og býr yfir þekkingu af margvíslegu tagi hlýtur að vera áhugavert fyrir sérfróða um þjóðlega vænisýki.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta voru nú engin rétthöld, heldur var þessum mönnum boðið á opinn fund þingnefndar til að svara spurningum nefndarmanna, líkt og hefur lengi tíðkast þar og í seinni líka hér á Alþingi Íslendinga.

Viðmælendurnir voru ekki dregnir inn af götunni af handahófi, heldur eru þetta virðulegir menn með gott orðspor. Einn þeirra, David Grusch er fyrrverandi herflugmaður sem hefur hlotið viðurkenningar fyrir herþjónustu sína og gegndi síðar trúnaðastörfum fyrir leyniþjónustu hersins, meðal annars varðandi ferðir óþekktra loftfara. Annar þeirra, David Fravor, er fyrrverandi yfirmaður og orrustuflugmaður í bandaríska flotanum, en hann varð ásamt fleirum vitni að ferðum óþekkt loftfars sem sýndi hegðun sem ekki er hægt að útskýra með neinni þekktri jarðneskri tækni.

Með öðrum orðum eru þetta ekki furðufuglar sem eru að halda fram einhverjum samsæriskenningum. Þeir voru einfaldlega að leggja áherslu á mikilvægi þess að tilkynningar um óþekkt loftför séu teknar alvarlega og rannsakaðar með tilliti til þess hvað sé á ferðinni og hvort af því stafi einhver ógn. Að öðrum kosti verður ekki hægt að komast til botns í málinu.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.7.2023 kl. 19:37

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Góðir punktir Guðmundur.

Ingimundur, það er ekki rétt að engar rannsóknir eru gerðar á þessu sviði annars staðar. Rússar, Bretar, Frakkar og fleiri þjóðir hafa rannsakað þetta og komist að þeirri niðurstöðu að eitthvað er í gangi sem er ekki jarðneskt. Það eru bara bandarísk stjórnvöld sem eru síðust að viðurkenna tilvist þessara farartækja. Af hverju? Jú,uppljóstrarar segja að þeim hefur tekist að endurgerða UFO. Til dæmis eru Tik Tak förir líklega bandarísk sem og svörtu þríhyrningsförin. Þau hafa því hagsmuni af því að halda þessu leyndu.

Jafnvel hörðustu efahyggjumenn innan geimvísinda viðurkenna með semningi að ekki er allt sem sýnist og e.t.v.....

Birgir Loftsson, 28.7.2023 kl. 21:20

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það kom einmitt fram við þessar vitnaleiðslur að stofnanir innan bandaríska hernaðar- og leyniþjónustukerfisins og jafnvel verktakar þeirra, hefðu komist yfir farartæki, ýmist í heilu lagi eða hluta þeirra, sem gætu ekki verið af mennskum uppruna. Jafnframt væru dæmi um að slíkir aðilar hefðu reynt að endurgera eða smíða eftirlíkingar af þeim, en óljóst er hversu ágengt þeim hefur orðið í slíkum tilraunum.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.7.2023 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband