Samningur og lína

Skjámynd 2023-07-25 082806Í Morgunblaðinu er sagt frá óvenjulegum ráðningarsamningi innan þjóðkirkjunnar, þar sem undirmaður biskups réði biskup til áframhaldandi starfa.

Þegar ritari var til sjós gengu málin þannig fyrir sig að ráðningastjóri útgerðanna réði menn til starfa og engum hefði dottið í hug að háseti myndi ganga frá ráðningu skipstjóra, eða dagmaður í vél hefði ráðið yfirvélstjóra.

Nú eru komnir nýir tímar með alls kyns blóm í haga og þá getur farið svo, að hásetinn ráði skipstjórann o.s.frv.

Á öðrum stað í blaðinu spyr þingmaður Miðflokksins, hvort svokölluð ,,Borgarlína” megi kosta hvað sem er?

Svarið mun liggja í augum uppi fyrir flesta, nema Miðflokks séu, en þar á bæ eru tölur ekki það sem skiptir máli, nema stundum, ef til vill og kannski, og jafnvel aðeins þegar farið hefur verið öfugu megin frammúr rúmi sem stendur upp við vegg.

Margir muna eftir rándýrum grjótflutningum sem formaður Miðflokksins stóð fyrir á sínum tíma, engum til gagns.

Þó er rétt að taka fram að brasinu fylgdi nokkur atvinnusköpun fyrir þá sem í því stóðu, en að öðru leyti var um tilgangslaust brölt að ræða.

Svarið við spurningu miðflokksformannsins er því:

Borgarlína má ekki kosta hvað sem er!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband