ÍSLAND ÚR NATO, eða ,,tóm þvæla og vitleysa".

Svona segja menn ,,Ísland úr NATO og herinn burt"!... þegar setið er í ríkisstjórn.

Ísland er með allt á hreinu og ráðamenn okkar þurfa ekki að hugsa eins mikið og félagar þeirra í NATO; standa með Úkraínu og gefa í skyn að það geri NATO ekki.

2023-07-12 (4)Stoltenberg segir: ,,Úkraínu verður boðin aðild að Atlantshafsbandalaginu þegar tekist hefur að uppfylla skilyrði til aðildar..."

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir hins vegar: „[...] Úkraína hefur fullt frelsi til að velja hvar hún ætlar að vera í framtíðinni og hún hefur sagt með mjög skýrum hætti að hún vilji vera hjá okkur.“

Fréttamaður spyr, þ.e.a.s. ef textinn er rétt skilinn: Og þannig hafið þið markað ykkur stöðu frá Bandaríkjunum, frá Þýskalandi, frá þjóðum sem eru meira hikandi [...]?

Katrín svarar: „Ísland hefur talað fyrir mjög skýrri pólitískri afstöðu í þeim efnum, en stóra myndin er alveg skýr, að það er samstaða um að standa með Úkraínu.“

Af svarinu, sé það rétt eftir haft, má draga þá ályktun að íslenska ríkisstjórnin sé sammála NATO um hvernig afgreiða eigi málefni Úkraínu, en eins og Katrín segir í viðtalinu, þá hefur ,,Úkraína fullt frelsi til að velja hvar hún ætlar vera" og þó það nú væri!

Fréttin væri frétt, ef forsætisráðherra Íslands segðist vilja ráða því hvaða stefnu Úkraína tæki.

Stoltenberg vill að menn þurrki af fótum sér á dyramottunni, áður en gengið sé inn í húsið.

Fréttin er eiginlega ekki frétt, heldur líkari því sem eitt sinn var sungið sem ,,tóm þvæla og vitleysa".

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband