4.7.2023 | 09:09
Grillun græningja og fl.
Í Morgunblaði dagsins (4/4/2023) er sagt frá breytingunum á Hótel Sögu, sem ekki verður lengur hótel heldur aðstaða fyrir stúdenta Háskóla Íslands, en óráðið er hvort Grillið margfræga fær að halda sér.
Þegar ritari var á sokkabandsárunum var honum boðið í mat á Grillinu á hátíðisdegi og þótti mikið til koma og seinna varð það frægt af óborganlegri máltíð sem snædd var þar af mönnum sem léku í kvikmynd sem fræg varð.
Nóg er til af veitingastöðum nú orðið í höfuðborginni og reyndar út um allt land, svo Grillið á Sögu, sem nú er orðin saga úr fyrri tíma, má að skaðlausu missa sig.
Í sama blaði er fjallað um landris sem hafið er á Reykjanesskaga sem varla telst fréttnæmt lengur, en það er myndtengingin við fréttina sem er ótrúlega skemmtileg, því ,,Ívar teiknari blaðsins er látinn sjá um hana að stórum hluta!
Í blaðinu er líka aðsend grein eftir Skúla Jóhannsson og Friðrik. R. Jónsson um hugmynd að virkjunarkosti sem kallaður er Fjallavirkjun.
Gera má ráð fyrir að vinstrigræningjum allra flokka renni kalt vatn milli skinns og hörunds við letur greinarinnar, því í henni er bent á það sem getur talist vænlegur virkjanakostur til raforkuframleiðslu.
Græningjar eru almennt á móti virkjunum, rafmagni, hitaveitum og flestu því sem til framfara horfir.
Í greininni er sagt frá borun jarðganga til vað veita vatni eftir og það eitt og sér, hefur áreiðanlega afar slæm áhrif á húðir græningjanna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:07 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.