Draumurinn um orkuna sem verður til í tenglinum

2023-06-19 (7)Björn Bjarnason skrifar um raforkuöflun og leyfið til Hvammsvirkjunar sem ekki fékkst.

Það olli furðu, að þegar allt virtist vera klárt í því flækjufótarkerfi sem búið er að koma upp um þessi mál, að þá var það stöðvað í síðasta skrefinu.

Þórðargleði þeirra sem ekki geta komist út úr draumsýninni um að allt geti orðið til af engu, er líka tekin til umfjöllunar og þar sérstaklega getið viðtals (sem undirritaður heyrði) við þingkonu, sem virðist trúa því, að þótt þjóðin stækki, fyrirtækjum fjölgi o.s.frv., að þá gerist það samt ekki og því þurfi t.d. ekki meiri orku.

Hvort það gildir líka um húsnæði og þjónustustofnanir o.fl. væri gott að fá fram og eins hvort stjórnmálaflokkurinn sem konan er í, styður þessar kenningar.

Hvernig þetta dæmi gengur upp er ekki gott að segja, en augljóslega þarf meira en venjulega stærðfræðikunnáttu fengna í barnaskóla, til að dæmið gangi upp.

Pistill Björns Bjarnasonar er stuttur og skýr og spurning hvort hann gæti ekki gengið sem grunngagn til endurmenntunar þeirra þingmanna og annarra, sem trúa og telja að hægt sé að tvöfalda þjóðfélag á nokkrum árum, án þess að það segi einhverstaðar til sín á þann hátt að við þurfi að bregðast.

Nema að í fullu gildi sé:

Að allt geti orðið til af engu, án þess að það geti orðið að engu, og það bara af því bara!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband