Kveikur og rafbílarnir

Þátturinn Kveikur var á RÚV í gærkvöldi og fjallaði um rafbíla.

2023-03-15 (24)Rætt var við marga og stefið var: að samfélagið yrði að axla kostnaðinn af rafbílavæðingunni; það vantar hleðslustöðvar, lægri gjöld á bílana og einn viðmælandinn orðaði það á þann veg, að lausnin fælist í því, að ef ríka fólkið gæti keypt sem flesta bíla þessarar gerðar, þá gætu hinir efnaminni keypt bílana þegar þeir kæmu til endursölu, ,,á eftirmarkaði" þ.e. ríka fólkið fyrst og síðan ,,hinir" sem ekki geta keypt sér gersemarnar ónotaðar!

Gætu sem sagt tekið við bílgörmunum þegar búið væri að taka úr þeim það besta og til þess að þetta gæti orðið þyrfti samfélagið að bregðast við ,,með spítu og sög" og greiða kostnaðinn rafbílavæðingunni fyrir þá sem riðu á vaðið og keyptu nýja rafbíla.

Og náttúrulega byggja virkjanir, dreifikerfi, hleðslustöðvar o.s.frv. Ekki var þó að sjá að hinir opinberu sjóðir ættu að sjá um viðhaldið á bílunum, en vel getur verið að það hafi verið orðað án þess að eftir hafi verið tekið og hugsanlega hefur það einfaldlega gleymst!

Því brautryðjendurnir þurfa að fá sitt, því þeir eru jú að fórna sér fyrir samfélagið!

Fram kom að rafbílararnir eru langflestir í Garðabæ tæplega fimmtán á hverja hundrað íbúa og frekar fáir á landsbyggðinni, en t.d. 1,3 á sama mælikvarða á Þórshöfn, hvernig sem svo stendur á því!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband