17.2.2023 | 16:36
Jón Steinar um kjaradeiluna
Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar um kjaradeiluna sem nú er uppi, í aðsendri grein í Morgunblaðið og bendir þar á hvers vegna nauðsynlegt er að félagatal sé ljóst þegar atkvæða greiðsla fer fram.
Jón segir og vitnar í 31. grein laga um stéttarfélög og vinnudeilur: Þannig segir í 31. gr. laganna:
,,Miðlunartillaga telst felld í atkvæðagreiðslu ef meira en helmingur greiddra atkvæða er á móti henni og ef mótatkvæði eru fleiri en fjórðungur atkvæða samkvæmt atkvæða- eða félagaskrá."
Jón segir síðan:
,,Í yfirstandandi deilu kom forysta Eflingar í veg fyrir að ríkissáttasemjari fengi að bera miðlunartillöguna undir félagsmennina og lét það koma skýrt fram að það fengi hann ekki að gera. Þar með varð ljóst að félagsmenn Eflingar áttu þess ekki kost að fella miðlunartillöguna. Hún varð því ekki felld með þeim hætti sem lögin ráðgera að kunni að verða. Í þessari atburðarás felst að kominn er á samningur með því efni sem felst í miðlunartillögu ríkissáttasemjara, þar sem félagið sem í hlut á hefur ekki fellt hana á þann hátt sem lögin kveða á um. Af því leiðir að þessu stéttarfélagi er ekki heimilt að halda uppi verkfalli því sem nú hefur gengið í garð. Það er heldur ekki sérstök þörf á að halda samningafundi á vettvangi ríkissáttasemjara, þó að slík fundarhöld séu svo sem aðilum heimil."
Samkvæmt þessu liggur ljóst fyrir að sáttasemjarinn sem dró sig í hlé eftir að hafa gefist upp á að fá aðila til að tala saman, gerði það eina rétta.
Og gerði það reyndar allan tímann sem hann reyndi að fá Eflingu og vinnuveitendur til að ræða saman.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.