Jón Steinar um kjaradeiluna

Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar um kjaradeiluna sem nú er uppi, í aðsendri grein í Morgunblaðið og bendir þar á hvers vegna nauðsynlegt er að félagatal sé ljóst þegar atkvæða greiðsla fer fram.

2023-02-17 (5)Jón segir og vitnar í 31. grein laga um stéttarfélög og vinnudeilur: Þannig seg­ir í 31. gr. lag­anna:

„,,Miðlun­ar­til­laga telst felld í at­kvæðagreiðslu ef meira en helm­ing­ur greiddra at­kvæða er á móti henni og ef mót­atkvæði eru fleiri en fjórðung­ur at­kvæða sam­kvæmt at­kvæða- eða fé­laga­skrá.“"

Jón segir síðan:

,,Í yf­ir­stand­andi deilu kom for­ysta Efl­ing­ar í veg fyr­ir að rík­is­sátta­semj­ari fengi að bera miðlun­ar­til­lög­una und­ir fé­lags­menn­ina og lét það koma skýrt fram að það fengi hann ekki að gera. Þar með varð ljóst að fé­lags­menn Efl­ing­ar áttu þess ekki kost að fella miðlun­ar­til­lög­una. Hún varð því ekki felld með þeim hætti sem lög­in ráðgera að kunni að verða. Í þess­ari at­b­urðarás felst að kom­inn er á samn­ing­ur með því efni sem felst í miðlun­ar­til­lögu rík­is­sátta­semj­ara, þar sem fé­lagið sem í hlut á hef­ur ekki fellt hana á þann hátt sem lög­in kveða á um. Af því leiðir að þessu stétt­ar­fé­lagi er ekki heim­ilt að halda uppi verk­falli því sem nú hef­ur gengið í garð. Það er held­ur ekki sér­stök þörf á að halda samn­inga­fundi á vett­vangi rík­is­sátta­semj­ara, þó að slík fund­ar­höld séu svo sem aðilum heim­il."

Samkvæmt þessu liggur ljóst fyrir að sáttasemjarinn sem dró sig í hlé eftir að hafa gefist upp á að fá aðila til að tala saman, gerði það eina rétta.

Og gerði það reyndar allan tímann sem hann reyndi að fá Eflingu og vinnuveitendur til að ræða saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband