Eftir áramót

Við lesum pistil í Morgunblaðinu frá Vestmannaeyjum þar sem ,,fiskarar" koma við sögu og er það að vonum, því sjómennska er stunduð af miklu kappi 2023-01-07 (4)frá Eyjum eins og flestir vita.

Nýyrðið fiskari, sem reyndar reynist ekki vera nýtt orð í málinu þegar að er gáð, hefur laumast inn í einhvern lagabálk frá Alþingi.

Það má leika sér með hvernig starfsheiti munu breytast í sjómennskunni ef orðskrípið nær að festa sig í sessi.

Skipstjóri verður skipari, stýrimaðurinn stýrari, matsveinninn matari, (sem er dálítið tvírætt!), vélstjórinn vélari, sem ekki er síður tvírætt!

Vandinn eykst til  muna þegar kemur að hásetunum, því þó orðið fiskari geti kannski gengið fyrir suma háseta, þá er svo ekki um alla og sem dæmi má nefna, að hásetar á flutningaskipum, stunda almennt ekki fiskirí, nema sér þá til skemmtunar.

2023-01-07 (3)Sem fyrrum starfandi vélstjóri á flutningaskipum og eitt sumar á togara, kýs ég að hafna starfsheitinu ,,vélari" og af samkennd með fyrrum félögum til sjós, styð ég þá í að komast undan þessari lagagjörð, sem er bæði dularfull og óþörf. (Heyrði reyndar útskýringu lagaspekings á Ríkisútvarpinu sem gekk út á sannfæra okkur um að breytingin sé bæði skaðlaus og þörf)

Hvernig líst mönnum síðan á starfsheitið ,,loftari" fyrir loftskeytamann sem héti nafninu Ari: Ari loftari!

(Loftskeytamenn munu að mestu vera horfnir af sviðinu til sjós svo ef til vill kemur þetta ekki að sök.)

Hvað sem þessu öllu líður, er frásögn Ómars Garðarssonar bróður míns (svo það komi fram!) bæði skemmtileg og fræðandi um lífið í Vestmannaeyjum.

Og eins og sjá má, er málið tekið fyrir í forystugrein undir yfirskriftinni ,,Þingarar smíða starfsheiti" og okkur grunar að þar haldi löglærður maður á penna.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband