Flóttamannabúðir og það sem Bulgakov hefði ekki getað spunnið upp.

Vefritið Kjarninn segir frá ræðu þingmanns og guðfræðings, sem breyttist úr Framsóknarmanni í Miðflokksmann og sem bauð sig síðan fram fyrir þann flokk, til að geta breyst í Sjálfstæðismann að loknum kosningum.

Þingmaðurinn hefur kynnt sér fleira en íslenska stjórnmálaflokka og fram kemur m.a. eftirfarandi í frásögn Kjarnans:

Birgir Þórarinsson hefur brugðið sér til Grikklands til að kynna sér flóttamannabúðir og komst þá að því, að þær eru bara alveg ágætar og að ,,ekkert [er] að því að senda fólk til Grikklands", því eftir að hann skoðaði ,,þessar" flóttamannabúðir í Grikklandi segir Birgir að hann sé þess fullviss að:

,,[...] Þeir aðilar sem þar eru og búa í þessum flótta­manna­búðum búa við mann­sæm­andi aðstæður að [hans] mati. Auk þess er sér­stak­lega gert ráð fyrir því að þar sé fatlað fólk,“ segir Birgir samkvæmt því sem Kjarninn hefur eftir honum úr þingræðunni.

Hvaða skoðun Birgir hafi á því að senda fólk til Grikklands til að búa á götunni, né hvernig það samræmist kristilegu siðgæði að ætla því slíka búskaparhætti, kemur ekki fram.

En vitað er að fólkið sem flutt var frá Íslandi með leiguflugvél var ekki svo heppið að lenda í hinum ,,mannsæmandi" flóttamannabúðum.

Ekki kemur fram hvað hvaða mat Birgir Þórarinsson guðfræðingur leggur á um það hvernig, það fólk sem bundið er við hjólastól og ekki er svo lukkulega vel sett í tilverunni að fá vist í ,,ágætum" grískum flóttamannabúðum, heldur verði að búa á götunni, muni ganga að lifa lífinu.

En vonandi hefur Birgir gengið úr skugga um að göturnar séu vel sópaðar og þvegnar og hlýlegar og mjúkar til að sofa á.

Birgir er guðfræðingur frá Háskóla Íslands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband