Hin einfaldaða hagfræði

Fyrst koma viðskiptaþvinganir, sem hækka útgjöld alls almennings.

Síðan banna þeir útflutning á orku frá Rússlandi, sem veldur hækkandi orkuverði til almennings og fyrirtækja.

2022-10-12 (4)Til að tryggja að það verði viðvarandi tregðast þeir við að afhenda viðgerðan búnað úr gaskerfinu sem sendur var til viðgerðar í Kanada.

Þá er tregðast við að greiða fyrir orkuna (gasið) með eðlilegum hætti og enn hækka útgjöld almennings vegna kyndingar og fleira.

Matvælaverð hækkar vegna þess að efni til áburðarframleiðslu fást ekki frá Rússlandi.

Rússar senda kornskip til Afríku til bjargar sveltandi, en skip sem fóru frá Úkraínu skiluðu sér ekki til fólks sem þar var við sult og seyru.

2022-10-12 (5)Þá er bætt við banni á kaup á áli frá Rússlandi, sem snarhækkar álverð á heimsmarkaði.

Blessaðir hergagnaframleiðendurnir hagnast sem aldrei fyrr, flá feitan gölt og blómstra.

Afleiðingarnar láta ekki á sér standa, stríðið heldur áfram, Úkraína fer í sífellt meiri rúst og fólkið líður, lemstrast á sál og líkama og deyr.

Allt er þetta þess virði vegna þess að verðin hækka og þeir ríku verða ríkari, blómstra og dafna sem púkinn á fjósbitanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband