10.10.2022 | 11:57
Af viðbrögðum
Hér verður vitnað í frásögn NYT.COM af viðbrögðum Rússa vegna hryðjuverksins á Krím brúnni.
Árásirnar sem nú eru gerðar af Rússum á Úkraínu beinast að innviðum, þar á meðal orkukerfi landsins.
Rúv veit betur en hinn erlendi miðill og þar segir: ,,[...] Pútín, forseti Rússlands, sakaði í gær leyniþjónustu Úkraínu um að standa að baki árásinni, og lýsti henni sem hryðjuverki."
Gefur í skyn að um hefnd sé að ræða, sem ekki er svo sem ólíklegt að sé. Að gefa ,,í skyn" er frekar ónákvæmt í frásögninni og að kenna það Putin er óþarft, því Úkraínar kenndu sér ,,afrekið" strax í gær og voru stoltir af.
Í NYT.COM sagði eftirfarandi í gær:
,,Ukraine did not officially claim responsibility, but two senior Ukrainian officials told The New York Times that Ukrainian intelligence services had been behind the attack."
(Undirstrikun mín)
Annar möguleiki er líka til staðar, sem ekki hefur verið nefndur, svo undirritaður hafi tekið eftir og það er möguleiki sem fellur nokkuð vel að því sem áður hefur komið fram og myndi falla vel að fyrri frásögnum íslenska Ríkisútvarpsins og úkraínskra stjórnvalda.
Það er að Rússar hafi ráðist sjálfir á brúna og þá væntanlega af sömu eða svipuðum hvötum og þeir hafa verið haldnir þegar þeir hafa stundað slíka iðju áður að sögn Rúv., svo sem varðandi raforkuverið í Zaporizhzhia!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.