Kúba - Úkraína

2022-10-07 (2)Að því gefnu að hér sé rétt með farið í frásögninni, gæti verið von til að forseti Bandaríkjana átti sig á því, að í samlíkingunni sem hann beitir, er Rússland núna það sem Bandaríkin voru þá, (í Kúbudeilunni).

Rússar áttuðu sig á alvarleika málsins og tóku niður flaugarnar og fluttu þær heim til Rússlands.

Engin hernaðarátök brutust út, en tæpt stóð það að flestra mati.

Nú er staðan sú, að Bandaríkin og fleiri NATO þjóðir reka það sem sumir kalla ,,staðgengilsstríð" gegn Rússlandi vegna sjálfstjórnarhéraðanna í Donbass.

Fóðra árásarliðið sem var að margra mati, á vopnabúnaði (sem sumum þykir gott að fá reyndan í raunverulegum átökum), en árásarliðið sem er í þessari samlíkingu, verður að sjá um sig sjálft.

Rússar sjá þetta öðruvísi og segja sem rétt er að að árásir, á sjálfstjórnarhéruðin í Donbass hafi staðið yfir allar götur síðan árið 2014. Þau átök kostuðu m.a. saklausa farþega í flugvél sem flaug yfir svæðið á leið sinni lífið, eins og margir muna og bætist það manntjón við u.þ.b. 14.000 manns, sem féllu fyrir vopnum árásarliða frá Úkraínu.

Þau átök og ágreiningurinn sem til þeirra leiddi, hefur aldrei verið settur niður og eins og við vitum hefur forseti Úkraínu lýst því yfir í orðræðu vegna núverandi átaka, að til standi að sigra Rússland.

Það er mikið markmið og stórt og hætt er við, að til að það takist þurfi miklu til að kosta.

Hvort vestrænir vinir hins úkraínska forseta eru tilbúnir að ganga svo langt er ekki víst, en vinurinn mikli handan Atlantshafsins gæti verið það.

Frá sjónarhorni þess ,,vinar" er Evrópa dálítið langt í burtu og gott að láta hana sjá um sín mál, en líka:

Það gæti verið gott að losna við veldið austan Úkraínu, þó svo það kosti, að Úkraína og löndin fyrir vestan og sunnan fari illa út úr þeim hildarleik, því það nógu mikið bras að glíma við lönd Asíu og Afríku, þó Evrópuvesenið sé ekki alltaf að hrjá og pirra og erta.

Myndin er fengin af vef Ríkisútvarpsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með því að beita kjarnorkuvopnum í Úkraínu drepur Pútín einnig fólk sem býr í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. cool

Stærstu borgirnar í Úkraínu, Kænugarður og Kharkiv, eru skammt frá landamærunum að Rússlandi og Hvíta-Rússlandi, rétt eins og Chernobyl.

"At Chernobyl approximately 100,000 square kilometres of land was significantly contaminated with fallout, with the worst hit regions being in Belarus, Ukraine and Russia. cool

Lower levels of contamination were detected over all of Europe except for the Iberian Peninsula."

Chernobyl disaster

Þorsteinn Briem, 7.10.2022 kl. 14:42

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.9.2014:

"Fyrr um daginn tók Gunnar Bragi [Sveinsson utanríkisráðherra] þátt í ráðherrafundi aðildarríkja Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) um öryggishorfur í álfunni.

Á fundinum sagði Gunnar Bragi að innlimun Krímskaga í Rússland ógni öryggi í Evrópu.

Vísaði hann til þess að Helsinki yfirlýsingin, sem er grundvöllur starfsemi ÖSE, feli í sér ákveðin grundvallargildi í samskiptum aðildarríkjanna, meðal annars að virða beri sjálfstæði ríkja og fullveldi landamæra þeirra og að ekki skuli beita hernaðarafli í deilumálum.

Sagði hann grundvallaratriði að öll aðildarríki ÖSE virði þessar skuldbindingar og alþjóðalög."

Utanríkisráðuneytið - Málefni Úkraínu rædd í New York

Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE)

Þorsteinn Briem, 7.10.2022 kl. 15:06

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rússland er eitt af aðildarríkjum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) en hefur ekki virt landamæri Rússlands og Úkraínu, eins og Rússlandi bar að gera, samkvæmt alþjóðalögum og -sáttmálum. cool

Og Pútín fannst í góðu lagi að Úkraína fengi aðild að Evrópusambandinu 10. desember 2004, eftir að flest Austur-Evrópuríkin höfðu fengið aðild að bæði Evrópusambandinu og NATO.

Þar að auki vita allir að hvorki Úkraína né NATO ætluðu að ráðast á Rússland. cool

Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE)

Helsinki yfirlýsingin (Helsinki Declaration):

"In the CSCE terminology, there were four groupings or baskets. In the first basket, the "Declaration on Principles Guiding Relations between Participating States" (also known as "The Decalogue") enumerated the following 10 points:

 

    • Sovereign equality, respect for the rights inherent in sovereignty

      • Refraining from the threat or use of force

        • Inviolability of frontiers

            • Peaceful settlement of disputes

              • Non-intervention in internal affairs

                    • Co-operation among States

                      • Fulfillment in good faith of obligations under international law"

                      Rússland er einnig eitt af aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. cool

                      Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna

                      Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna:


                      "I. kafli

                      MARKMIÐ OG GRUNDVALLARREGLUR"

                      "2. gr. ..."

                      "4) Allir meðlimir skulu í milliríkjaskiptum varast hótanir um valdbeitingu eða beitingu valds gegn landamærahelgi eða stjórnmálasjálfstæði nokkurs ríkis eða á neinn annan hátt sem kemur í bága við markmið hinna sameinuðu þjóða." cool

                      Þorsteinn Briem, 7.10.2022 kl. 15:24

                      4 Smámynd: Þorsteinn Briem

                      17.6.2022:

                      Pútín: Aðild Úkraínu að Evrópusambandinu kemur Rússum ekki við

                      Pútín 10.12.2004 (eftir að flest Austur-Evrópuríkin höfðu fengið aðild að bæði Evrópusambandinu og NATO):

                      "As for enlargement of the Euroepan Union, we have always seen this as a positive process. cool

                      Certainly, enlargement gives rise to various issues that have to be resolved, and sometimes they are easy to resolve, sometimes not, but both sides have always shown a desire to find mutually acceptable solutions and we do find them.

                      If Ukraine wants to join the EU and if the EU accepts Ukraine as a member, Russia, I think, would welcome this because we have a special relationship with Ukraine. cool

                      Our economies are closely linked, including in specific areas of the manufacturing sector where we have a very high level of cooperation, and having this part of indeed our economy become essentially part of the EU would, I hope, have a positive impact on the economy of Russia."

                      "On the other hand, we are building a common economic space with the European Union, and we believe this is in the interests of both Russia and the European Union countries and will harmonise our economic ties with Europe.

                      But these projects are not in contradiction with the possibility of any country joining the European Union, including Ukraine. cool

                      On the contrary, the possibility of new members joining the EU makes our projects only more realistic.

                      But I repeat that the plans of other countries to join the EU are not our direct affair." cool

                      Kremlin: Press Conference Following Talks with Spanish Prime Minister Jose Luis Rodriguez Zapatero

                      Þorsteinn Briem, 7.10.2022 kl. 15:46

                      5 identicon

                      Elon Musk hafði örugglega Kúbudeiluna í huga þegar hann lagði til gerð friðarsamkomulags sem byggði m.a. á því að aftur yrði kosið í þeim héruðum Úkraínu, sem Rússar höfðu innlimað, en undir eftirliti Sam¬einuðu þjóðanna. Þá lagði hann til að stjórn Rússa yfir Krímskaga yrði viðurkennd formlega og að Úkraína fengið stöðu sem hlutlaust ríki.

                      Þessar hugmyndir fóru misjafnlega ofan í fólk. Öldungadeildarþingmaðurinn Lindsey Graham sagði um þetta: „Með fullri virðingu fyrir Elon Musk – og ég ber virðingu fyrir honum – þá myndi ég benda honum á að hann þyrfti að skilja staðreyndir innrásar Rússa í Úkraínu,“ skrifaði Graham á Twitter. „Að leggja til að við bindum enda á innrás Rússa með því einfaldlega að gefa Rússlandi hluta af Úkraínu — eftir allar þjáningarnar — er heimskulegt. Þetta er líka móðgun við hugrekki Úkraínumanna sem berjast til að verja heimaland sitt.“

                      Máltækið kið segir: „Sá vægir sem vitið hefur meira.“

                      Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 7.10.2022 kl. 18:38

                      Bæta við athugasemd

                      Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

                      Innskráning

                      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

                      Hafðu samband