29.9.2022 | 11:46
Kalt stríð
Í þeim hluta þessarar umfjöllunar The Guardian þar sem rætt er við danska utanríkisráðherrann kemur fram að menn huga að því að ekki sé rétt til framtíðar, að treysta á orku, olíu og gas, frá Rússlandi.
Að hver sé sjálfum sér næstur getur verið gott að hafa í huga og hefðu menn mátt hugsa til þess, svo dæmi sé tekið, þegar ákveðið var að slökkva á kjarnorkuverunum í þágu umhverfisins.
Að sama skapi hlýtur Rússum að vera orðið það ljóst að ekki er nokkurt vit í að gera ráð fyrir orkusölu til vestur- Evrópu, eigandi yfir höfði sér viðskiptaþvinganir og hernaðarstuðning þaðan, til ríkja sem þeir telja ógna öryggi sínu.
Í því sambandi má benda á að komnar eru fram nýjar, en samt gamlar upplýsingar, eða réttara sagt upprifjanir á viðtali við Biden þar sem hann lýsir því yfir, að ef Rússar ráðist inn í Úkraínu verði séð til þess að ekki verði neitt úr Nord Stream 2. Aðspurður um hvernig það verði gert svarar hann eitthvað á þá leið að til þess verði séð og að menn kunni ráð til þess.
Það er runnið upp, eða er að renna upp fyrir mönnum, að hugmyndir um að allar þjóðir geti verið vinir og geti leikið sér saman í sandkassanum án þess að kasta sandi hver framan í aðra, er tálsýn.
Það er svo komið að heimurinn er á hraðri leið til nýrra kaldastríðsára og hvenær hlýna mun upp fyrir frostmark úr því ástandi vitum við ekki.
Best er því að reikna með löngum frostakafla og aðlagast nýrri framtíð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Kínverjar og Bandaríkjamenn byrjuðu fyrir nokkrum áratugum að nota ódýrt vinnuafl á landsbyggðinni í Rússlandi, rétt eins og Vesturlönd hafa notað ódýrt vinnuafl í Kína.
Bandaríska stórfyrirtækið Procter & Gamble hefur til að mynda átt fyrirtæki á landsbyggðinni í Rússlandi.
Og sala á kínverskum vörum til Vesturlanda er miklu meiri en til Rússlands.
Í NATO-ríkjunum býr um milljarður manna með mikinn kaupmátt en í Rússlandi búa um 145 milljónir manna með miklu minni kaupmátt.
Exports of China 2021
Og í staðinn fyrir mikla sölu á olíu og gasi til Vesturlanda hafa Rússar aukið söluna til Kína og Indlands.
Exports of Russia 2021
Rússar eru því miklu háðari Kína en þeir hafa verið hingað til, rétt eins og við Íslendingar erum og verðum áfram mjög háðir viðskiptum við önnur Vesturlönd hvað snertir sölu á sjávarafurðum, áli og þjónustu við ferðamenn.
6.7.2022:
"Russia has long-standing trade and strategic relationships with China and India, and along with offering steep price discounts is also accepting payments in local currency to help keep trade flows to the countries strong this year.
China is the biggest energy importer in the world and has dedicated pipelines for Siberian oil and gas."
Ukraine war: India, China buy Russian oil and gas worth 24 bn US dollars in 3 months
16.9.2022:
Semja um lagningu risagasleiðslu frá Rússlandi til Kína
Þorsteinn Briem, 29.9.2022 kl. 12:08
Evrópusambandið er fyrst og fremst frjálslynt bandalag og langt frá því að vera eitthvert kommúnistabandalag, enda verða lönd að vera lýðræðisríki til að geta fengið aðild að Evrópusambandinu.
Ungverjaland, Pólland og Ítalía hafa engan áhuga á því að segja sig úr Evrópusambandinu, enda þótt þessi ríki séu nú eða verði á næstunni með íhaldssamar ríkisstjórnir.
Í Evrópusambandsríkjunum eru ýmist hægristjórnir eða vinstristjórnir, enda eru þau lýðræðisríki.
"Viktor Mihály Orbán (born 31 May 1963) is a Hungarian politician who has been Prime Minister of Hungary since 2010; he was also Prime Minister from 1998 to 2002.
He has also been President of Fidesz, a national conservative political party, since 1993, with a brief break between 2000 and 2003."
Bretland er að liðast í sundur, þar sem meirihluti Skota vill sjálfstæði Skotlands og aðild landsins að Evrópusambandinu.
Og fiskveiðilögsaga Skotlands verður um tvisvar sinnum stærri en samanlögð fiskveiðilögsaga Englands, Wales og Norður-Írlands.
Meirihluti Norður-Íra vill einnig aðild Norður-Írlands að Evrópusambandinu og landið gæti sameinast Írlandi.
Öll 27 ríki Evrópusambandsins eru fullvalda og sjálfstæð ríki og sumir ættu nú að hringja í Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, og tilkynna karlinum að landið sé ekki fullvalda og sjálfstætt ríki.
9.12.2020:
Record Support (85%) for Hungarian European Union Membership
9.12.2020:
Foreign Minister of Hungary: Poland and Hungary Not Moving Away from the European Union
Viktor Orbán vill fjölga ríkjum í Evrópusambandinu og ellefu Austur-Evrópuríki, sem áður voru kommúnistaríki, eru nú bæði í Evrópusambandinu og NATO.
Serbía, Bosnía, Albanía, Svartfjallaland og Norður-Makedónía hafa sótt um aðild að Evrópusambandinu og þrjú síðastnefndu ríkin hafa nú þegar fengið aðild að NATO.
Úkraína, Moldóva og Georgía hafa einnig sótt um aðild að Evrópusambandinu og þau voru öll í Sovétríkjunum, eins og Eystrasaltslöndin Eistland, Lettland og Litháen.
Og Evrópusambandsríkin eru öll lýðræðisríki, ólíkt Sovétríkjunum sem voru kommúnistaríki.
Evrópusambandsríkin eru langflest í NATO, Ísland er eitt af stofnríkjum NATO og að sjálfsögðu er ekkert ríki í NATO hlutlaust ríki.
Og enginn stjórnmálaflokkur á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu (EES), ekki einu sinni Miðflokkurinn eða Flokkur fólksins.
Þorsteinn Briem, 29.9.2022 kl. 12:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.