Beðið eftir framhaldi.

Lófakláði gerir vart við sig og áhugi kviknar til að gera eitthvað, þegar Úkraínar sýna árangur.

Það minnsta, er að senda þeim meira af hertólum og græjum, því af svoleiðis eiga menn nóg, en þeir sem stríða aldrei nóg.

Hvað gerðist er ekki alveg ljóst en að læðist grunur.

Hvers vegna sofna menn á verðinum? Lækkaði í einhverjum flöskum, eða var blandið búið?

2022-09-12 (5)Við vitum það ekki, en fólkið sem er á flótta til Rússlands frá Úkraínu, samkvæmt Morgunblaðinu, veit kannski eitthvað meira.

Hvað gerist í framhaldinu er óljóst, en því miður eru sáralitlar litlar líkur til að slagnum sé lokið. Einhver fær reisupassann og spark í rassinn og nýr tekur við.

Merkilegt samt að ekki er sagt frá hörðum bardögum, né miklu tjóni á hermönnum og hergögnum, en ef til vill kemur það seinna.

Sagt er frá því og haft eftir bresku leyniþjónustunni, að blaður Rússa um skort á fæðuöryggi heimsins sé bara blaður. Kornið úkraínska hafi víst farið til þurfandi fólks. Og þegar leyniþjónusta hans hátignar segir eitthvað um eitthvað, þá það satt, ef ekki lög!

Að aðrir hafi rakið slóð kornflutningaskipanna og komist að annarri niðurstöðu skiptir ekki máli.

Menn verða víst að trúa því sem þeir vilja, en svo mikið er víst að Rússar ætla að bregðast við og senda sveltandi fólki korn af rússneskum ökrum.

Vonandi kemst það korn til skila til þeirra sem á þurfa að halda og tæpast ganga Bretar svo langt að spilla þeim flutningum, þó þeir telji höf heimsins sín og að þeirra séu yfirráðin.

Það er allt liðin tíð.

Hvort því lauk þegar lítil örþjóð hrakti bryndreka þeirra til síns heima með óbeinni aðstoð Rússa (Sovétríkjanna) og þrjóskuna að vopni, verður ekki fullyrt, en fjarað hefur undan breska eyríkinu hægt og örugglega í marga áratugi.

Ótrúlegt er að úkraínski herinn hafi getað þrammað áfram fyrirstöðulaust líkt og um ferð í eigin landi sé, eða var, eða var ekki, eða verður kannski.

Það eina sem er ljóst er að eitthvað mun gerast í framhaldinu, en hvað það verður veit víst enginn - með vissu.

Ekki einu sinni þeir sem ákvarðanirnar taka.

Myndin fylgdi grein DW um málið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband