Blóðtaka, rauðkál og fleira

2021-02-23 (8)Í Kjarnanum er frétt af því að Flokkur Fólksins sé búinn að finna fjöruna sína og lendingin er sú að banna skuli ,,blóðmerahald".

Blóðmerabúskapur gengur út á það að dýralæknar taka blóð úr fylfullum hryssum og til vinnslu í líftækniiðnaði. 

Það eitt að blóðtakan sé unnið af dýralæknum og skepnuhaldið undir eftirliti dýralækna og hryssuhaldið einnig undir eftirliti dýralækna Matvælastofnunar ætti að geta dugað til að venjulegt fólk sæi, að um er að ræða sómasamlegan búskap sem flestir ættu að geta sætt sig við.

Það dugar samt ekki Flokki fólksins og ekki er annað að skilja á þeim ágæta flokki, en að vilji standi til merunum skuli öllum slátrað og fólkið sem þennan búskap stundar finni sér annað að gera að slátruninni lokinni.

2021-02-23 (9)Þingmaður annars stjórnmálaflokks vann sér það til frægðar að kveða uppúr með það að drepa ætti alla minka í eldi og leggja af minkabúskap og reyndar blóðmerabúskap líka. Gerðist þetta við lítinn fögnuð margra og m.a. undirritaðs. Hugmyndin um förgun blóðmera er sem sagt komin frá þeim þingmanni og hefur nú skotið rótum hjá Ingu Sæland og Flokki fólksins.

Þingmaðurinn fyrrnefndi vann sér ekki mikinn stuðning í flokki sínum og er kominn í pólitíska fýlu og eftir því sem best er vitað heldur hann sig þar. Nema að verið geti að hann sé kominn yfir til Flokks fólksins, en ekki er vitað að svo sé, þó hugmyndafræði hans varðandi landbúnaðarmál falli þar í góðan jarðveg.

 

 

 

Önnur landbúnaðmál 

2021-02-23 (3)Annars er margt jákvætt að frétta af landbúnaðarmálunum samkvæmt því sem lesa má í Morgunblaði dagsins. Uppskera á rauðkáli fimmfaldast og mikil aukning var á ýmsum öðrum tegundum s.s. káli kartöflum og korni og fleiru.

Fuglaflensan er á sveimi í Evrópu og Matvælastofnun er á tánum, fylgist með framvindu flensunnar og við treystum því að þar með sé það allt í góðum höndum.

Vonum það besta en búumst við því versta, eins og íslenska þjóðin hefur lengst af þurft að gera.

Lengst til vinstri á síðu 4 í Morgunblaðinu í dag er sagt frá hremmingum dreifbýlisverslunarinnar. Sá verslunarrekstur fékk kaldar kveðjur frá fjármála og forsætisráðherra á dögunum, þegar þau færðu Póstinum 480 milljóna gjöf frá skattborgurunum til að Pósturinn gæti haldið áfram að dreifa vörum út um land beint til neytenda og undir kostnaðarverði. Ekki fylgdi sögunni að aðfangaöflun dreifbýlisverslunarinnar yrði niðurgreidd af almannafé með sama hætti, en við sjáum hvað setur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband