Kínverjar kaupa íslenskt lambakjöt.

Viðskiptatækifærin leynast víða og samkvæmt Frétt í Morgunblaðinu 16.11.2020 eru möguleikar á að íslenskir sauðfjárbændur geti farið að framleiða og selja kjöt til Kína.

Í fréttinni segir að Fjallalamb á Kópaskeri hafi byrjað útflutning á lambakjöti þangað og að verðið sem fáist sé tvöfalt það sem Kínverjar greiða fyrir nýsjálenskt lambakjöt.

Vegna riðupestar í íslensku sauðfé er Fjallalamb eitt um það af íslenskum sláturhúsum, að geta selt lambakjöt til Kína.

Það er fríverslunarsamningurinn milli Íslands og Kína sem gerir þessi viðskipti möguleg.

Gámur með um 20 tonn fór í mars síðastlinum, en var lengi á leiðinni og festist í veirufárinu þar úti. Kjötið er nú komið í hendur kaupanda og varan mun líka vel að sögn framkvæmdastjóra Fjallalambs.

Tíðar og góðar skipasamgöngur eru til Kína frá Evrópu, en leiðin er löng. Líklega skiptir litlu máli hvort kjötið liggur í frystigámum sem eru á leið á markað eða í frystigeymslum á Íslandi; allavega er betra að eiga vonina um að það seljist.

Björn Víkingur Björnsson framkvæmdastjóri er bjartsýnn á framhaldið og telur jafnvel að bændur á svæðinu geti aukið framleiðslu sína og sé það rétt, mun það koma sér vel fyrir þá. Væri sjálfsagt ekki verra ef þeir gætu fengið aukinn kvóta, svo íslenskir skattgreiðendur geti notið þess að greiða niður auknu framleiðsluna líkt og hina sem fyrir er og sem fer á ,,bestu veitingastaði" austur þar.

Ekki kemur fram hvert verð nýsjálenska lambakjötsins er og því vitum við ekki hvaða upphæð við eigum að margfalda með tveimur til að komast að verði íslenska kjötsins.

Ekki kemur heldur fram hver flutningskostnaður og umsýslu er við þessa sölu til Kína, aðeins að hið íslenska kjöt sé ,,tvöfalt" dýrara en það nýsjálenska.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband