Ráðherra á hálum ís?

Á sama deg­in­um birt­ast okk­ur tvær grein­ar, önn­ur úr Morg­un­blaðinu 10.10. 2020 eft­ir Sig­urð Inga Jó­hanns­son sam­gönguráðherra og formann Fram­sókn­ar­flokks­ins og fyrr­ver­andi land­búnaðarráðherra.

Það hlýt­ur að boða eitt­hvað þegar nú­ver­andi sam­gönguráðherra tek­ur sig til á op­in­ber­um vett­vangi og tek­ur nú­ver­andi land­búnaðarráðherra í kennslu­stund um hvernig skuli fara með land­búnaðar­mál­in. Við vit­um ekki með vissu hvað um er að vera inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar, en hefði Kristján Þór Júlí­us­son sent frá sér svona til­skrif um sam­göngu­mál­in er ekki víst að fram­sókn­ar­mönn­um hefði þótt það viðeig­andi.Við les­um grein­ina og byrj­um á fyr­ir­sögn­inni, „Land­búnaður – hvað er til ráða?“ og áhug­inn vakn­ar.

Ágall­ar og ávinn­ing­ur

Hin grein­in er eft­ir Vil­hjálm Bjarna­son og birt­ist í sama blaði fyr­ir ná­kvæm­lega ári und­ir yf­ir­skrift­inni „Samn­ing­ur um EES, ávinn­ing­ur og ágall­ar“. Við les­um grein Vil­hjálms og verðum hugsi, ber­um hana sam­an við þá fyrr­nefndu, sem boðar stórtíðindi, vegna þess sem þar seg­ir, þ.e.: „Það er [...] til skoðunar inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar að segja þess­um ESB-tolla­samn­ingi upp.“ Mun­um að sá samn­ing­ur teng­ist þeim fyrr­nefnda og að nú­ver­andi land­búnaðarráðherra beið það hlut­verk að hnýta óhnýtta hnúta varðandi þann samn­ing þegar hann tók við embætti.

Sam­ein­ing afurðastöðva og ör­slát­ur­hús

Sig­urður vill efla, styrkja og sam­eina afurðastöðvar land­búnaðar­ins í kjötvinnslu og ætla má að um sé að ræða sauðfjár­slát­ur­hús­in. Það eru a.m.k. þau sem verið hafa til umræðu, enda staða þeirra slæm sem von er og venju­legt, enda taka þau til slátr­un­ar og vinnslu mun meira magn en markaður er fyr­ir. Sig­urður var land­búnaðarráðherra og bar sem slík­ur ábyrgð á gerð tolla­samn­ings­ins sem hann er að fjalla um – þess sem rík­is­stjórn­in er að hugsa um að segja upp. Þann samn­ing gerði hann í þeim til­gangi að opna markað fyr­ir kinda­kjöt inn á ESB-markaðssvæðið. Þau eru mörg sem um ald­ir hafa látið sig dreyma um að stunda mætti hag­kvæm viðskipti með ís­lenskt kinda­kjöt til annarra landa. Sum­ir draum­ar ræt­ast, aðrir ekki, og síst ræt­ast draum­ar um hag­kvæm viðskipti af þessu tagi þegar þjóðir Evr­ópu hafa komið sér sam­an um að halda frið hver við aðra, standa sam­an, huga að sam­eig­in­leg­um hags­mun­um og þar á meðal að fram­leiða mat til að full­nægja þörf­um þegna sinna. Sig­urður ylj­ar okk­ur með þeirri frum­legu hug­mynd að ör­slát­ur­hús og heimaslátrun sauðfjár muni bæta hag bænda og þá vænt­an­lega líka hag nú­ver­andi slát­ur­húsa, sem, ef draum­arn­ir ræt­ast til fulls, geta þá hætt starf­semi nema svo ólík­lega vilji til að lifni yfir hinum er­lendu kinda­kjöts­mörkuðum í réttu hlut­falli við vöxt heima- og ör­slátr­un­ar. Bjart­ur í Sum­ar­hús­um skar sitt fé, át það sjálf­ur með sín­um og hristi sig og byrsti gegn mót­læt­inu; trúði á sauðkind­ina og gaf sig hvergi, en við mun­um hvernig það endaði.

EES-samn­ing­ur­inn

Vil­hjálm­ur fer í sinni grein yfir EES-samn­ing­inn og grein­in er í fullu gildi þótt árs­göm­ul sé. Hann minn­ir á hverju samn­ing­ur­inn hafi skilað fyr­ir þjóðina. Bend­ir á að skýrsla sem tek­in var sam­an til að leggja mat á 25 ára sam­starfið hafi sýnt fram á að kaup­mátt­ur lág­marks­launa hafi vaxið um 149% og al­menn launa­vísi­tala hækkað að raun­gildi um 90% frá 1990. Þá kem­ur fram að aðgengi að vinnu­markaði EES-svæðis­ins hafi batnað og ís­lensk starfs­rétt­indi njóti fullra rétt­inda um allt svæðið. Einnig kem­ur fram í grein Vil­hjálms að Ísland hafi til­lögu­rétt, mál­frelsi og áheyrn­ar­rétt að Flu­gör­ygg­is­stofn­un Evr­ópu og Lyfja­stofn­un Evr­ópu og bend­ir á að „í þess­um stofn­un­um fer fram meiri sér­fræðivinna en lítið land ræður við“.

Lausn vand­ans?

Sam­gönguráðherr­ann nú­ver­andi vill leysa vanda sauðfjár­bænda með því að auka hann og sér þá lausn helsta að slátrun fari fram á býl­um bænda. Vill stofna hag þjóðar­inn­ar í hættu með því að ögra EES-sam­starf­inu. Við vor­um mörg sem börðumst gegn samn­ingn­um við ESB varðandi viðskipti með kjöt og bent­um á margt sem við hann væri að at­huga, eins og t.d. að um væri að ræða þrjú hundruð þúsund manna þjóð á móti fimm hundruð millj­ón­um. Mis­jafn­ar kröf­ur varðandi fram­leiðsluna, stuðnings­kerfi og fleira. Hafi verið hlustað, þá var það að engu haft. Öllu virt­ist vera fórn­andi til að selja hið óviðjafn­an­lega ís­lenska kinda­kjöt, sem lít­ill sem eng­inn markaður reynd­ist vera fyr­ir, og stofnuð var út­flutn­ings­skrif­stofa lamba­kjöts­ins, sem litlu skil­ar. Sig­urður vill „heim­ila afurðastöðvun­um sam­starf“ og vitn­ar m.a. í SÍS og fleiri. Þá vill hann auka það sem hann kall­ar „frelsi bónd­ans til at­hafna og tengja hann bet­ur markaðsstarf­inu“ og til að ná því fram vill hann „heim­ila ör­slátrun (?) og minni slát­ur­hús með heima­vinnslu“ á sauðfé og ungnaut­um. Þetta á að mati land­búnaðarráðherr­ans fyrr­ver­andi að bæta ástandið og styrkja stærri vinnslu­stöðvarn­ar!

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 13.10.2020.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband