14.8.2020 | 07:22
Refastofninn styrkist.
Íslenski refurinn er eina landspendýrið sem var til staðar þegar landið byggðist að talið er og hann hafi verið til staðar í landinu frá lokum síðustu ísaldar.
Ríkið hefur séð sóma sinn í að hætta hernaðinum gegn þessum frumbyggja og stofninn styrkist í framhaldinu samkvæmt því sem refaskytta segir og vonandi er það rétt.
Nú þarf að tryggja að sveitarfélögin í landinu sjái sóma sinn í að hætta að greiða mönnum fyrir veiðiskap af þessu tagi.
Ekki er öruggt að það gangi eftir, því mörgum þeirra er stjórnað af fólki sem trúir því í einlægni að refurinn sé meindýr sem leggist á æðarvarp. Það getur vissulega gerst, en hitt virðist vega þyngra, þ.e. að hann eigi það til að leggjast á sauðkindur, sem er afar fátítt.
Að gera kröfu til að rándýr hætti að vera rándýr vegna þess að það samrýmist ekki hagsmunum manna - sem eru tegund sem vel má flokka sem rándýr, a.m.k. lifum við flest á dýrum - er hræsni.
Er viðhorf sem mótast af því, að við lítum svo á, að rétturinn til að ráðskast með lífríkið á Jörðinni sé okkar; að við séum réttskipaðir drottnarar þessa bústaðar okkar í alheimi.
Tófum að fjölga og hefur unnið 74 dýr á árinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.