15.7.2020 | 15:42
Vegtollar.
Í umræðum tengdum grein Oddnýjar á Facebook bendir Þorvarður Hjaltason á eftirfarandi:
,,Miðað við reynsluna af Vaðlaheiðargöngum þá eru miklar líkur á að rútufyrirtæki og flutningafyrirtæki kjósi að keyra gömlu leiðina til að losna við veggjöldin. Þá sitjum við uppi með þyngstu umferðina í gegnum bæinn sem við viljum einmitt helst af öllu losna við með nýrri brú."
Þetta ættu menn að hafa í huga og ekki síður hitt, að almennt lenda veggjöld sem hlutfallslega þyngri skattheimta á þá sem minni tekjur hafa; leggjast léttar á þá efnameiri en þá efnaminni. Að mínu mati er það veigamikill þáttur í málinu, þegar tekin er afstaða til gjaldheimtu.
Í greininni segir Oddný Harðardóttir m.a.:
,,Í frumvarpinu sem samþykkt var á síðustu dögum þingsins í júní um heimild til samvinnu við einkaaðila og sérstaka gjaldtöku, eru þrjár af sex vegaframkvæmdum á Suðurlandi en auk brúanna tveggja er heimild til gjaldtöku í jarðgöngum í gegnum Reynisfjall."
Vegna þessa er ástæða til að spyrja:
Er hugmyndin að skattleggja Sunnlendinga margfalt miðað við aðra íbúa landsins?
Auk þessa má reikna með að einkavinir umhverfisins stilli svo til, að rafbílar verði tollfrjálsir í þessu tilliti sem öðru hvað sem líður dekkjaryki og vegsliti af þeirra völdum, þannig að veggjaldastefna Jóns Gunnarssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar er síst til þess fallin að jafna kjör og aðstöðu fólks.
Í raun er það þveröfugt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.