26.4.2020 | 18:21
Bændasamtök hverra?
Eins og sjá má er búið að ákveða að félagsgjöld í Bændasamtökunum verði veltutengd.
Fram kemur að til að eiga rétt til félagsþátttöku, þurfi veltu frá 0 krónur (svo?) og uppúr.
Ekki kemur fram hvernig atkvæði manna í samtökunum verða vegin, þ.e. hvort þau verði tengd veltu.
Sé ætlunin að hafa fyrirkomulagið eins og verið hefur, þ.e. að hver maður sé eitt atkvæði, eins og taflan sem fylgir fréttinni gæti bent til, þá er augljóst að veltumikil bú eiga ekki frekar samleið með samtökunum hér eftir en hingað til.
Það fara ekki saman hagsmunir þeirra sem framleiða rétt í sig og sína, til þess að fá ríkisstyrki (s.s. ótal dæmi eru um í sauðfjárrækt) og búa sem eru rekin í raunverulegu atvinnuskyni.
Skýra þarf hvað felst í eftirfarandi:
,,Fulla aðild geta átt einstaklingar og lögaðilar sem stunda búrekstur í atvinnuskyni."
Er það búrekstur í atvinnuskyni að reka bú með veltu frá 0 til 4,9 miljónir á ársgrundvelli eins og taflan í fréttinni bendir til?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.