Styrkir fyrir bændur og til gæludýrahalds.

2020-04-18 (2)Þetta er aldeilis kostuleg lesning og staðfestir allt sem haldið hefur verið fram um kerfi sem komið er úr böndunum.

Og þó það gagnist ef til vill þeim sem það var hugsað fyrir, ef svo var yfirhöfuð gert, þá er það ekki síst til góða fyrir þá sem eru með sauðfé sér til skemmtunar, sem gæludýr, og/eða til að framleiða mat fyrir eigin heimili o.s.frv.

Það er búið að kosta mikla fyrirhöfn að fletta ofan af þessu máli og hafi Ólafur Arnalds prófessor heiður fyrir að hafa ekki gefist upp fyrir kerfinu.

Lengi hefur margan grunað að styrkjakerfi sauðfjárbúskaparins væri ekki allt þar sem það væri séð, ef svo má segja, en að það væri eitthvað í líkingu við það sem hér kemur fram hefði fáa grunað.

Það er greinilega verið að moka fjármunum úr ríkissjóði til þess, sem mætti kalla með réttu gæludýrahald, eða til búdrýginda fyrir heimili, í þéttbýli og líka í sveitum; matvælaframleiðslu til eigin nota.

Við höfum vitað, en seint dottið í hug að þetta væri svona útbreitt og svona mikið.

Er ekki tímabært að endurskoða þetta endemi?

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband