19.4.2020 | 17:48
Góðar fréttir úr Ölfusi
Mér er minnisstætt, þá ungur ég var, og starfaði sem vélstjóri á flutningaskipum, að erfitt gat verið að komast inn í Þorlákshöfn.
Eitt sinn var svo, að skip sem ég var búinn að ráða mig á komst ekki inn í höfnina.
Eftir að það hafði lónað nokkra daga þar fyrir utan var því að lokum siglt til Reykjavíkur og hráefninu sem um borð var og átti að nota í húsdýrafóður, var síðan ekið á bílum til Þorlákshafnar.
Þetta var 1971.
Það er gott á tímum COVIT-19 að til séu þeir, sem vilja halda áfram, byggja upp og efla atvinnulíf og útflutning.
Hér greinir frá því að til standi að byggja stórt svínabú og efla laxeldi í Ölfusi. Til staðar er höfnin í Þorlákshöfn og þangað sigla skip á milli Íslands og Evrópu í hverri viku.
Einnig munu vera uppi hugmyndir um að byggja nýja verksmiðju til fóðurframleiðslu fyrir húsdýrafóður í Þorlákshöfn og gaman verður ef þetta allt gengur eftir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.