17.4.2020 | 10:56
Svo langt nær mannúðin sem...?
Í Morgunblaðinu 16.4.2020 er grein undir yfirskriftinni Litlar upplýsingar um tjón af völdum refa .
Samkvæmt því sem þar segir er árlegt refadráp á vegum hins opinbera á milli sex til sjöþúsund dýr.
Jafnframt kemur fram að tjón af völdum refa er ekkert samkvæmt skýrslum.
Og það er Umhverfisstofnun sem fer með umsjón refadrápsins!
Þá er sagt frá því að refir eru friðaðir (að nafninu til greinilega) samkvæmt lögum þar um.
Niðurstaðan er að hið opinbera heldur úti hernaði gegn eina villta og upphaflega íslenska spendýrinu og greiðir mönnum verðlaun fyrir að drepa það og greinilega í algjöru tilgangsleysi.
Veiðiaðferðirnar eru síðan sérstakur kapítuli, og í mörgu ekki sérlega geðslegar, svo sem eins og þegar áherslan er lögð á að drepa læðuna frá greninu, til þess að svelta yrðlingana til bana.
Allt er þetta gert til að ,,vernda" íslenskar sauðkindur sem valsa um í ,,gæðastýringu" íslenskra stjórnvalda, á meira og minna óbeitarhæfu landi og tilgangurinn með þeim búrekstri og búskaparháttum, er að útvega útlendingum ódýrt kindakjöt; ódýrt vegna þess að skattgreiðendur greiða að stórum hluta kostnaðinn við framleiðsluna.
Refir eru ekki hafðir til matar svo vitað sé, þannig að ekki er um dæmigerða niðurgreiðslu að ræða líkt og er með kindakjötið.
Tilgangsleysið er sem sé algjört eins og áður sagði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.