14.4.2020 | 10:29
Uppgræðsla í verki.
Það eru ýmsar leiðir um að velja þegar um er að ræða uppgræðslu gróðursnauðs lands og hér greinir frá einni þeirra og allar eru þær betri en að beita örfoka land með sauðfé.
Hér segir frá framtaki manns sem nýtir húsdýraáburð frá alifuglum til uppgræðslu með góðum árangri og það er víðar gert, enda fugladrit afar góður áburður og hefur verið sóttur langar leiðir um aldir til slíkra hluta.
Við sem fylgdumst með sjónvarpsseríunni um Onedin skipafélagið munum eftir að skipin voru látin fara í slíka flutninga og þó þættirnir hafi verið skáldskapur, þá byggðust þeir á því sem einu sinni var.
,,Eggjabúið flytur skítinn vikulega með 4-5 stórum dráttarvélum að Geldingaá [...] Hafsteinn mokar skítnum í stóran skítadreifara, fer af stað og ber þykkt á. Tilgangurinn er að rót geti myndast á gróður. Það fer einn dagur í viku í þetta verk. Landbótasjóður Landgræðslunnar styrkir framtakið. Fallegra að sjá Árangurinn lætur ekki á sér standa. Kafgras er komið á mela sem áður voru gróðurlausir og er landið iðjagrænt þegar vorar. Hafsteinn segir að þeir 300 hektarar sem hann tók fyrir í upphafi verði orðnir algrónir eftir fáeina mánuði. Jafnframt hefur hann slett skít yfir kjarr sem liggur að þessu svæði og það tekur einnig vel við sér. Kjarrlendið er svipað stórt og landgræðslusvæðið þannig að alls eru um 600 hektarar undir. Hafsteinn er ekki með búskap á Geldingaá og hefur engin sérstök not í huga fyrir þessa mela. Segir að ef einhver þurfi að rækta korn sé þetta tilvalinn akur. En ég er allavega búinn að loka landinu og það er miklu fallegra að horfa yfir gróið land en rjúkandi mela."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.