Uppgræðsla í verki.

Það eru ýmsar leiðir um að velja þegar um er að ræða uppgræðslu gróðursnauðs lands og hér greinir frá einni þeirra og allar eru þær betri en að beita örfoka land með sauðfé.

Hér segir frá framtaki manns sem nýtir húsdýraáburð frá alifuglum til uppgræðslu með góðum árangri og það er víðar gert, enda fugladrit afar góður áburður og hefur verið sóttur langar leiðir um aldir til slíkra hluta.

Við sem fylgdumst með sjónvarpsseríunni um Onedin skipafélagið munum eftir að skipin voru látin fara í slíka flutninga og þó þættirnir hafi verið skáldskapur, þá byggðust þeir á því sem einu sinni var.

Morgunblaðið greinir frá:

,,Eggja­búið flyt­ur skít­inn viku­lega með 4-5 stór­um drátt­ar­vél­um að Geld­ingaá [...] Haf­steinn mok­ar skítn­um í stór­an skíta­dreifara, fer af stað og ber þykkt á. Til­gang­ur­inn er að rót geti mynd­ast á gróður. Það fer einn dag­ur í viku í þetta verk. Land­bóta­sjóður Land­græðslunn­ar styrk­ir fram­takið. Fal­legra að sjá Árang­ur­inn læt­ur ekki á sér standa. Kaf­gras er komið á mela sem áður voru gróður­laus­ir og er landið iðjagrænt þegar vor­ar. Haf­steinn seg­ir að þeir 300 hekt­ar­ar sem hann tók fyr­ir í upp­hafi verði orðnir al­grón­ir eft­ir fá­eina mánuði. Jafn­framt hef­ur hann slett skít yfir kjarr sem ligg­ur að þessu svæði og það tek­ur einnig vel við sér. Kjarr­lendið er svipað stórt og land­græðslu­svæðið þannig að alls eru um 600 hekt­ar­ar und­ir. Haf­steinn er ekki með bú­skap á Geld­ingaá og hef­ur eng­in sér­stök not í huga fyr­ir þessa mela. Seg­ir að ef ein­hver þurfi að rækta korn sé þetta til­val­inn akur. „En ég er alla­vega bú­inn að loka land­inu og það er miklu fal­legra að horfa yfir gróið land en rjúk­andi mela.“"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband