Fiskað í gruggugu vatni.

Stundum falla menn í að ,,fiska í gruggugu vatni“ og nú er sem veirufaraldurinn hvetji til slíkra drauma. Drauma um afturhvarf til fortíðar.

Fortíðarþrá Framsóknarflokksins er þekkt og hefur birst í ýmsum myndum, flokkurinn hefur a.m.k. tvö andlit og er þekktur fyrir hentistefnu af margvíslegu tagi.

Vegna þess hve tvöfalt roð flokksins er, getur vel verið að fullyrðing Sigurðar Inga Jóhannssonar standist, þ.e.a.s. að Framsóknarflokkurinn hafi barist fyrir þeirri stefnu lengi að loka landamærum.

En flokkurinn hefur eins og við munum, líka barist fyrir opnun landamæra og því að auka innflutning landbúnaðarvara svo sem sannaðist ágætlega árið 2015.

Mörgum er minnisstæð einlæg gleði Sigurðar eftir að hann hafði lokið samningum við ESB um mikla rýmkun fyrir innflutning á landbúnaðarafurðum.

Innflutning þeirra búgreina sem líklega teljast vera ,,óhreinu börnin" í landbúnaðinum samkvæmt skilgreiningu Framsóknarflokksins.

Afurðir þeirra húsdýra sem ekki jarma og ekki ganga óheft um landið og ekki á heiðum uppi.

Því er óhætt að segja að öllu megi nú nafn gefa og líklega má segja að hér eigi vel við brot úr slagara, þar sem segir ,,bara þegar hentar mér" þegar því er haldið fram af formanni flokksins að: ,,Framsóknarflokkurinn hefur barist fyrir þessari stefnu mjög lengi [,,að leggja áherslu á innlenda framleiðslu“]. Ég held að nú muni hljómgrunur fyrir slíkum sjónarmiðum vaxa og menn skilja af hverju við höfum verið að leggja áherslu á innlenda framleiðslu og þar með stuðning við bændur.“"(!)

Og síðan:

,,Ég held reyndar að fyrirtækin okkar, og þá er ég ekki að tala um einstaka bændur því þeir eru í raun lítil fyrirtæki, heldur er ég að tala um afurðastöðvar í landbúnaði, enn frekar í sjávarútvegi, hafi ekki nægjanlega verið að horfa á nýsköpun, sækja fjármagn og koma með fjármagn og ýta undir þær hugmyndir sem þar eru.“

Ekki bændur því þeir eru lítil fyrirtæki, ekki menn sem reka lítil fyrirtæki og þetta er líka nokkuð gott:

,,sækja fjármagn og koma með fjármagn".

Stjórnmálamenn tala stundum einkennilega, enda eru þeir að ,,prédika" og ,,boða" og við erum vön því!

Ekki er gott að segja hvað er best í þessu, en ef þetta er ekki gott gullkorn, þá notum við bara einhverja ódýrari málma til viðmiðunar:

Við eigum að forðast það að merkja alla peningana inn í háskóla á höfuðborgarsvæðinu. Ég held að við verðum að horfa á það að koma nýsköpunarfjármunum lengra út á land.“

Er ekki verið að skjóta föstum skotum á varaformann Framsóknarflokksins og menntamálaráðherrann?

 

Slóðin hér fyrir neðan er af vef Bændablaðsins þar sem má lesa það sem í er vitnað:

http://www.bbl.is/frettir/frettir/verdum-ad-sinna-nyskopun-a-landsbyggdinni-betur/22375/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband