Aðgerðapakki.

Á blaðsíðu 12 í Bændablaðinu, því er út kom fimmtudaginn 2. apríl getur að líta mynd af núverandi landbúnaðarráðherra Kristjáni Þór Júlíussyni. Myndin er í lit og örlítið til vinstri við miðju, þannig að ef til vill má halda því fram: að ráðherrann sé lítið eitt til vinstri.

Ástæða myndbirtingarinnar er að ráðherrann er að kynna ,,aðgerðapakka vegna áhrifa COVIT-19“. Aðgerðapakkinn er í átta tölusettum liðum og sé farið yfir fyrirsagnirnar, þá eru þær svohljóðandi:

1. Íslensk garðyrkja efld til muna með auknum fjárveitingum. 

Sé lesið lengra sést að stefnt er að því að auka styrkveitingar til greinarinnar og aðgerðina á að fjármagna með ,,fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar“.

2. Aukin þjónusta og ráðgjöf til bænda vegna COVIT-19. 

Í útlistun kemur fram að ,,í samráði við Bændasamtök Íslands“ mun Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið gera bændum kleift að fá ,,fjölþætta ráðgjöf á sviði rekstrar og nýsköpunar“, þetta er jú nýsköpunarráðuneyti sem um vélar, auk þess að vera landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti.

3. Tilfærslur á greiðslum samkvæmt gildandi búvörusamningum innan ársins 2020. 

Það á að færa til fjármuni til að koma til móts við innlenda matvælaframleiðendur. Færa frá einhverjum og til einhvers annars. Reyndar ekki einhvers annars, heldur ,,til móts við innlenda matvælaframleiðendur sem […] glíma við tímabundna erfiðleika“.

4. Afurðatjón vegna COVIT-19 skráð.

Bændasamtök Íslands og Rannsóknarmiðstöð landbúnaðarins ,,munu vinna saman að því að skrá afurðatjón bænda vegna COVIT-19“.

5. Tryggja greiðslur til einstaklinga sem sinna afleysingaþjónustu fyrir bændur.

Í útskýringu kemur fram að B.Í. hafa sett á fót afleysingaþjónustu og Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið vinnur að því með Barnamálaráðuneytinu(!?) að „tryggja greiðslur til þeirra einstaklinga sem sinna þessari þjónustu.

6. Mælaborð fyrir landbúnaðinn til að bæta framsetningu gagna um landbúnaðarframleiðsluna, birgðir og framleiðsluspár.

Í skýringu segir m.a. að markmiðið sé að búa til mælaborð fyrir landbúnaðinn til að draga saman hagtölur, því slíkt tryggi fæðuöryggi (þjóðarinnar væntanlega).

7. Óskað eftir liðsinni dýralækna í bakvarðarsveit.

Þar kemur fram að leitað sé að fólki á útkallslista dýralækna, sem getur hlaupið til eftir því sem aðstæður leyfa.

8. Ráðstafanir til að stuðla að ræktun iðnaðarhamps hér á landi.

Ekki er með öllu ljóst hvers vegna taka þarf fram að ræktunin eigi að fara fram ,,hér á landi“ og þó. Hugsanlega hefur komið til álita að ræktunin fari fram erlendis.Hver veit?

_ _ _

 

Það er óhætt að segja það að þetta er allnokkur ,,messa“. Og nú vaknar sú spurning, hvort fyrrverandi landbúnaðarráðherra, sem farið hefur mikinn í gagnrýni á fyrirkomulag landbúnaðarmála í stjórnsýslunni; gott ef ekki var talað um að landbúnaðurinn væri lokaður niðri í skúffu í ráðuneyti atvinnuvega, lítils metinn og afskiptur, og jafnvel fjársveltur, taki ekki gleði sína?

Ráðherrann er alla vega lítið eitt til vinstri á blaðsíðunni og ætti það að geta kætt gæð (sumra) guma!

Hér er allnokkur óskalisti fram kominn og er í gamalkunnum framsóknarflokka stíl, enda eru þeir flokkar ekki færri en þrír í núverandi ríkisstjórn.

Ekki kemur fram hvað það er sem telst til landbúnaðar í þessum ,,aðgerðapakka“, en við gerum ráð fyrir að um sé að ræða hinar ,,hefðbundnu“ búgreinar og nú er það garðyrkjan sem komin er í fyrsta sæti.

Átti einhver von á öðru?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband