Skipti á búgreinum?

Í Morgunblaði dagsins (20.03.2020) er viðtal við nýlega kjörinn formann Bændasamtaka Íslands. Nú skal það ekki fullyrt hér að viðtalið sé endanlega lýsandi fyrir það sem koma skal.

Formaðurinn er nýlega tekinn við formennsku í samtökunum og vel getur verið að hann sé ekki fyllilega búinn að ,,máta stólinn" ef svo má segja. Þannig er, að Bændasamtökin eru ekki heildarsamtök landbúnaðarins í raun og hafa ekki verið um áratugaskeið, þó svo að reynt hafi verið að láta svo út líta. Nema að þarsíðasti formaður reyndi að breyta því að nokkru, og gerði sér far um að hafa samstarf og samvinnu við greinarnar sem alla tíð hafa verið utanveltu í samtökunum, þ.e.a.s. allar nema sauðfjárræktina, nautgriparæktina og garðyrkjuna og í þessari röð, og kannski hefur hrossaræktin fengið að fylgja með á góðum stundum.

Í fyrrnefndu viðtali bendir hinn nýkjörni formaður á, að vegna ástandsins sem er í heiminum vegna COVIT-19 finnist honum jákvætt, ef ríkisstjórnin sýni landbúnaðinum skilning. Og segir: ,,[...] Bændasamtökin og Samtök garðyrkjubænda haf[a] kallað eftir því að brugðist verði strax við takmörkun á innflutningi grænmetis með því að bæta í niðurgreiðslu flutnkostnaðar rafmagns og auka landgreiðslur til útiræktunar grænmetis. Þannig sé hægt að auka framleiðslu innanlands en það taki tíma.(svo!) Þá hafi Bændasamtökin óskað eftir auknum framlögum til Ráðgjafarþjónustu landbúnaðarins vegna þeirrar vinnu sem hún hafi lagt í vegna faraldursins en ekki sé hægt að innheimta hjá einstökum bændum."

Formaðurinn var kjörinn á Búnaðarþingi nýlega og kemur úr röðum garðyrkjubænda og samkvæmt því sem hér segir er hugur hans talsvert bundinn við þá búgrein. Vill að ríkið takmarki innflutning á grænmeti og bæti í niðurgreiðslur til þeirrar greinar. Auk þess telur hann þörf á að fá framlög til styrktar rekstri Ráðgjafarþjónustu landbúnaðarins vegna vinnnu sem hún hafi ,,lagt í vegna faraldursins". Hver sú vinna er eða var, kemur ekki fram í fréttinni, en fróðlegt hefði verið að fá það fram.

Það er kunnara en frá þurfi að segja að ein búgrein hefur fram til þessa verið rekin að stórum hluta, ef ekki stærstum, af ríkinu. Og nú er svo að sjá sem hinn nýkjörni formaður Bændasamtakanna og sá sem kemur úr garðyrkjunni, vilji koma þeirri búgrein í flokk með þeirri grein landbúnaðarins.

Óskandi að það sé ekki rétt skilið, en ef af verður: að þá fari ekki á sama veg og með þá sem nú er rekin með opinberri markaðsskrifstofu til útflutnings- og innanlandsbrölts við markaðssetningu afurðanna.

Að minsta kosti má reikna með því, að grænmetið verði ekki ræktað á uppblástnu hálendinu.

Verði það úr og að á sama veg fari, er sem ekkert hafi breyst við kjör til formennsku í samtökum bænda; við að fá til forystu fulltrúa úr annarri búgrein en sauðfjárræktinni, annað en, að nú verði það garðyrkjan í stað sauðfjárræktarinnar verði sett í fyrsta sætið og í framhaldinu á fjálög ríkisins.

Fari svo, eru vonir um að samtökin þróist til Bændasamtaka allra bænda, í stað hluta þeirra, farnar út um þúfur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband