Fleira er matur en feitt kjöt.

Ær og kýr eru nær það eina sem talið hefur verið til landbúnaðar í landinu okkar og sú afstaða er að koma illilega í bakið á atvinnuveginum og þjóðinni sem borgar brúsann.

Það er löngu liðin tíð, sem var þegar við Guðni Ágústsson vorum að vaxa úr grasi: að mjólk og skyr, lambakjöt, ýsa og óormahreinsaður saltfiskur, sé það eina sem er á borðum.

Mátti breytast, og það er jafnvel að renna upp fyrir forystufólki landbúnaðarins, að það er til fleira og jafnvel hugsanlega meira.

Búnaðarþing kinda og kúabúskaparins stendur fyrir dyrum og þá sjáum við hvort eitthvað breytist. Samkvæmt formanni Bændasamtakanna þarf að ,,breyta". Hverju á að breyta er á huldu, nema að það er örugglega ekki viðhorfið til annarra búgreina en sauðfjár- og kúa, og alls ekki Bændasamtökunum.

Sé það rangt metið þá ber að fagna, en skelfing hefur það þá tekið langan tíma!

Bændasamtökin eru að nafninu til samtök þeirra sem landbúnað stunda. Að nafninu til, vegna þess að þau eru fyrst og fremst samtök búgreinanna sem heyra undir búvörusamningana, þ.e. sauðfé og kýr. Og gæta hagsmuna þeirra.

Guðni varpar fram nokkrum spurningum: ,,Hvað vilja bænd­ur gera? Hvað vilja neyt­end­ur gera? Og lang­stærsta spurn­ing­in er hvað vilja stjórn­mála­menn­irn­ir gera? Betur að einhver hefði spurt fyrr!

Minna má á að sauðfjárbændur (því í grunninn snýst málið um þá: halda landinu í byggð og allt það!) lögðu það til fyrir nokkru, að dregið yrði úr framleiðslu og að þeir tækju að sér önnur verkefni á vegum ríkisins til að halda landinu í byggð. Á það var vitanlega ekki hlustað.

Þannig að fyrir liggur hvað stjórnmálamennirnir vilja: Þeir vilja óbreytt ástand og kunna ekkert annað ,,til að halda landinu í byggð", en að framleiða kindakjöt til að gefa til útlanda.

Þar með er tveimur spurningum Guðna svarað, en eftir er spurningin um hvað neytendur vilji gera og þó. Svarið við þeirri spurningu liggur nefnilega fyrir og er svarað á hverjum degi í matvöruversluninni:

Svarið er: ,,Það er fleira matur en feitt kjöt".

Bændur og stjórnmálamenn verða bara að skilja svarið.

Prófessorinn (sem Guðni vitnar í) fullyrðir að fleira sé landbúnaður en ær og kýr og það er vissulega rétt, en þess sést varla stað.

Landbúnaðarstefna er engin, en eftir nokkra leit boðar landbúnaðarráðherra birtingu nýrrar (svo!) landbúnaðarstefnu.

Er kannski búinn að dusta rykið af einhverju plaggi sem til hefur verið í ráðuneytinu, hver veit?

Ljósin munu slökkna og kannski þarf það til, að stjórnmálamennirnir vakni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband