7.2.2020 | 07:51
Kjötmarkaðurinn
Kjötmarkaðurinn er krufinn til mergjar í Morgunblaðinu (07/02/2020). Fram kemur að þróunin hefur verið eftirfarandi og eru tölurnar hlutföll af makaðshlutdeild:
Innflutningur á nautakjöti hefur minnkað og er 22%, kindakjöti aukist og er 1%, alifuglakjöti aukist og er 19%, svínakjöti aukist og er 25%.
Athyglisvert er að sjá að nýsjálenskir lambahryggir, sem settu allt á hliðina í umræðunni um þessi mál, vega ekki nema 1%. Svo virtist sem sviðsettur hefði verið skortur á þeirri kjöttegund í þeim tilgangi að þvinga upp verð og suma grunaði að ástæða skortsins (sem enginn var) væri sú, að Icelandic Lamb, hefði losað úr landi meira en góðu hófi gengdi af þeirri kjöttegund.
Ingvi Stefánsson formaður Félags svínabænda, segir réttilega:
,,Við svínabændur þurfum að spýta í lófana til að svara sívaxandi eftirspurn. Það er okkar að sinna þörfum markaðarins,"
Það hafa íslenskir bændur ágætlega gert, en hart er sótt á um innflutning á svína-, nauta og alifuglakjöti, og hefur verið gert í vaxandi mæli eftir samning við ESB sem gerður var af núverandi samgönguráðherra árið 2015.
Íslenska ríkið sér síðan um að annast kindakjötsmarkaðinn og gerir það af miklum myndarskap og það slíkum, að haldið er úti sérstakri markaðsstofu til að annast útflutning þeirrar kjöttegundar.
Verðið skiptir þar litlu sem engu máli.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.