Gjafir sem ekki voru gefnar.

Í frettablaðinu.is má lesa grein um ,,málin sem lifa enn eftir heilan áratug“, að þjóðin hafi rifist um mörg mál, ,,sem enga lúkningu hafa[i] fengið“ og að þjóðinni hafi verið ,,færðar margar gjafir“ eins og Landeyjahöfn, nýr Herjólfur, tónlistarhús, Vaðlaheiðargöng og dómstóll.

Ýmislegt fleira er sagt í greininni, en hér verður staðar numið við upptalningar og staðnæmst við, gjafirnar sem þjóðinni voru gefnar.

Þjóðin situr uppi með reikningana fyrir Landeyjahöfn. Milljarðana sem kostaði að byggja hana og milljarðana sem kostar að halda henni opinni, það er að segja þann hluta ársins sem það er hægt.

Þjóðin situr líka uppi með ,nýja Herjólf‘, sem auk þess að vera endurnýjun á þeim eldri, átti líka að vera þeim undrum búinn að geta siglt inn í höfn sem venjulegum skipum er lokuð vegna öldugangs og sandburðar, auk þess að ganga fyrir rafmagni. Ekkert af þessum undrum hefur enn komið fram og var svo sem ekki við að búast.

Þá hefur þótt vissara að hafa þann gamla reiðubúinn til siglinga. Hvers vegna það er, liggur í augum uppi og verður ekki tuggið upp hér. Gjöfin sú er ,,gjöf“ sem þjóðin borgar en þiggur ekki, gagnast ekki þeim sem áttu að njóta til fulls, enn sem komið er og ótrúlegt er, að það muni breytast til muna.

Tónlistarhúsið mun hafa verið greitt af Reykjavíkurborg, íslenska ríkinu og þeim sem glötuðu fjármunum í hruninu og fleirum. Sem sagt frekar lítil gjöf þannig séð.

Vaðlaheiðargöng virðast verða greidd úr ríkissjóði að mestu, en verið er að reyna að skrapa upp í kostnaðinn með innheimtu veggjalda. Hvernig hægt er að kalla þau gjöf sem þjóðinni hafi verið gefin, er sérkennilegt.

Að lokum kemst greinarhöfundur að þeirri niðurstöðu að þjóðinni hafi verið ,,gefinn“ Landsréttur. Þjóðin gaf sjálfri sér sem sagt þriðja dómsstigið, greiddi fyrir gjöfina og gaf að lokum sjálfri sér!

Tæplega getur rökleysan orðið meiri, og sé vaðall og bull, það sem einkennir góða blaðamennsku, þá er Fréttablaðið gott blað.

Blað sem þjóðin gaf sér ekki og hefur lítið með að gera og gæti verið án.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband