Kvótakerfin í landbúnaði og sjávarútvegi.

Þórólfur Matthíasson útskýrir hinn stórfurðulega samning sem gerður var við sauðfjárbændur (B.Í.). Öll held ég að við sem fylgdumst með aðdraganda þess samnings, höfum gert okkur grein fyrir að ákvæðið um ,,gæðastýringu" í greininni var ekki annað en vel snyrt gulrót fyrir alþingismenn. En ég skal fúslega játa að ég hafði ekki ekki áttað mig á því drellumaki sem hér er lýst!:

,,Sá sem vill selja [greiðslumark í sauðfjársamningi] fær greitt sem svarar 2ja ára bein­greiðslu (sem er um það bil 5-10% af verð­mæti greiðslu­lof­orðs­ins). Ríkið er svo skuld­bundið til að selja aftur á sama verði og keypt var. Þ.e.a.s. ríkið er skuld­bundið til að „selja“ lof­orð um að borga sem svarar 100-200 þús­und krónur að núvirði á 12-14 þús­und krón­ur. [...] Almennt eru kvótar í atvinnu­starf­semi tæki til að draga úr offram­boði og laga fram­leiðslu að mark­aði. Stjórn­völd og bænda­sam­tökin hafa komið sér saman um kvóta­fyr­ir­komu­lag í sauð­fjár­rækt sem vinnur þvert á slík mark­mið, þrátt fyrir að offram­leiðsla sé árlegt og við­var­andi úrlausn­ar­efni."

Réttast er að lesa greinina í heild. Þórólfur fjallar líka um kvótakerfið í sjávarútvegi sem komið var á til þess m.a. að draga úr ofveiði og sóun, en veldur samþjöppun, byggðahruni, spillingu, auðsöfnun og jafnvel mútugreiðslum. Kerfi sem býr til aðal ofurríkra kvótagreifa sem sumir kalla. Kerfi sem sér til þess að auður þjóðarinnar safnast á æ færri hendur og að ofurríkir nonnar og gunnur halda heilu samfélögunum í greipum sér.

Hvort heldur er í landbúnaðinum eða sjávarútvegnum, er um að ræða fyrirkomulag sem þarf að breyta og það hafa komið fram tillögur um að gera það, en verið slegnar út af borðinu af varðmönnum núverandi fyrirkomulags.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband