29.12.2019 | 16:27
Kvótakerfin í landbúnaði og sjávarútvegi.
Þórólfur Matthíasson útskýrir hinn stórfurðulega samning sem gerður var við sauðfjárbændur (B.Í.). Öll held ég að við sem fylgdumst með aðdraganda þess samnings, höfum gert okkur grein fyrir að ákvæðið um ,,gæðastýringu" í greininni var ekki annað en vel snyrt gulrót fyrir alþingismenn. En ég skal fúslega játa að ég hafði ekki ekki áttað mig á því drellumaki sem hér er lýst!:
,,Sá sem vill selja [greiðslumark í sauðfjársamningi] fær greitt sem svarar 2ja ára beingreiðslu (sem er um það bil 5-10% af verðmæti greiðsluloforðsins). Ríkið er svo skuldbundið til að selja aftur á sama verði og keypt var. Þ.e.a.s. ríkið er skuldbundið til að selja loforð um að borga sem svarar 100-200 þúsund krónur að núvirði á 12-14 þúsund krónur. [...] Almennt eru kvótar í atvinnustarfsemi tæki til að draga úr offramboði og laga framleiðslu að markaði. Stjórnvöld og bændasamtökin hafa komið sér saman um kvótafyrirkomulag í sauðfjárrækt sem vinnur þvert á slík markmið, þrátt fyrir að offramleiðsla sé árlegt og viðvarandi úrlausnarefni."
Réttast er að lesa greinina í heild. Þórólfur fjallar líka um kvótakerfið í sjávarútvegi sem komið var á til þess m.a. að draga úr ofveiði og sóun, en veldur samþjöppun, byggðahruni, spillingu, auðsöfnun og jafnvel mútugreiðslum. Kerfi sem býr til aðal ofurríkra kvótagreifa sem sumir kalla. Kerfi sem sér til þess að auður þjóðarinnar safnast á æ færri hendur og að ofurríkir nonnar og gunnur halda heilu samfélögunum í greipum sér.
Hvort heldur er í landbúnaðinum eða sjávarútvegnum, er um að ræða fyrirkomulag sem þarf að breyta og það hafa komið fram tillögur um að gera það, en verið slegnar út af borðinu af varðmönnum núverandi fyrirkomulags.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.