Breytingar á tollkvóta í landbúnaði?

Deildar meiningar eru um ,,[...] frumvarp landbúnaðarráðherra um breytingar á fyrirkomulagi tollkvóta í landbúnaði". Samkvæmt frétt Morgunblaðsins (7/12/2019).

Fyrirkomulag þeirra mála er búið að vera til vandræða um árabil og þjóðin er margdæmd orðin, bæði innanlands og erlendis. Ekki er nema von, að ráðherrann reyni að bregðast við og koma þeim málum í viðunandi horf.

Búgreinar þurfa festu og rekstraröryggíí umhverfi sínu. Íslensk stjórnvöld virðast ekki hafa skilning á því og er þar skemmst að minnast velferðarreglugerða sem gildi tóku fyrir nokkrum árum fyrir nautgriparækt, svínarækt og alifuglarækt.

Enginn amaðist við að settar yrðu reglur til að tryggja aðbúnað dýranna og svipaðar, en ekki eins, reglugerðir voru teknar upp í Evrópu og að nokkru var farið eftir þeim.

Það var litið svo á í Evrópusambandslöndunum að sanngjarnt væri, að ef rekstrarumhverfi landbúnaðar væri breytt vegna nýrra viðhorfa, þá þyrfti samfélagið sem breytti reglunum að taka kostnaðinn sem breytingunum fylgdi að nokkru eða öllu leyti á sig.

Þótti sem sagt ekki eðlilegt að breytt væri rekstrargrundvelli sem um langan tíma hefði verið í gildi samkvæmt eldri reglum án þess að þeir sem breyttu reglunum, tækju á sig kostnaðinn sem af breytingunum hlytist.

Menn töldu rétt að axla ábyrgð og sína sanngirni.

Það var ekki gert hér, og búgreinunum er gert að taka á sig kostnaðinn, sem hleypur á háum fjárhæðum, hjá þeim öllum.

Undirritaður man eftir viðtali við kúabónda sem taldi sér ekki annað fært en hætta búrekstri. Sá hefur vonandi þraukað, því nú er enn verið að búa til verðmæti úr engu ef svo má segja, þar sem kúabændur eru að taka upp kvótakerfi samkvæmt síðustu fréttum.

Kerfi sem getur gert sumum gott en öðrum ekki, en um það er kvótaflokkunum í ríkisstjórninni víst sama um.

Sitt sýnist hverjum og Ólafur Stephensen segir að menn séu sammála um að frumvarpið sé ekki bóta og segir síðan:

,,„Við og sumir aðilar innan samtaka bænda erum þeirrar skoðunar að það eigi að skoða þann möguleika að fella niður tolla á fleiri vörum og á móti fái landbúnaðurinn annars konar stuðning, stuðning sem ekki er markaðstruflandi. Okkur finnst ástæða til að ræða þetta áður en þetta mál er keyrt í gegn.“ Að til komi stuðningur við landbúnað ,,sem ekki yrði [er] markaðstruflandi" frá kvótaflokkunum sem sitja í ríkisstjórninni yrði sannarlega nýjung.

Á því heimili, líkt og hjá Bændasamtökunum, er íslenskur landbúnaður: sauðfjárrækt, nautgriparækt, garðyrkja og síðan allt annað, en þó helst í þeirri röð sem hér er talið. Flokkarnir þrír eru hvað landbúnaðarpólitík varðar fastir í fortíðinni, í viðhorfum til landbúnaðarmála, sjávarútvegsmála og trúlega mörgu fleiru.

2019-12-07 (2)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband