Enn um smjör og rjóma.

Í gær ritaði ég örlítinn pistil um ritdeilu sem verið hefur á milli Þórólfs Matthíassonar prófessors og Sunnu Gunnars Marteinsdóttur samskiptastjóra MS.

Ég hafði látið mér til hugar koma að deilunni væri lokið, en nú er ljóst að svo er ekki, því í stuttum pistli í Kjarnanum slær Þórólfur botninn í deiluna fyrir sitt leiti og setur ,,punkt".

Nú bíður maður spenntur eftir hvort Sunna muni svara og þar til og jafnvel eftir það, ef af verður, munum við smjör og rjómaætur halda áfram að gleðjast yfir því að hafa nær ótakmarkaðan aðgang að þeim góðu afurðum úr íslenskum kúm.

Undirrituðum er nokk sama, þó flutt hafi verið út 300 tonna smjörklípa; vonar bara að fengist hafi fyrir hana viðunandi verð og að framleiðendur fái sitt.

Sem íslenskur smjörneytandi verð ég samt að segja það, að ekki hefði ég haft á móti því að fá smjörið og ekki síður rjómann á útflutningsverðinu ef það var í raun til muna lægra en það sem býðst í íslenskum matvöruverslunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband