28.10.2019 | 11:44
Tökum lýsi!
Bændablaðið er sem endranær fullt af fróðleik.
Í blaðinu sem kom út þann 24. október síðastliðinn er umfjöllun um hve gott það sé að gefa kindum fiskimjöl og lýsi, því það muni verða þess valdandi að kjötið af dýrunum muni innihalda fjölómettaðar fitusýrur.
Af þessu má daga þá ályktun að gott sé og ódýrara að taka inn lýsi og örugglega skilvirkara en að treysta á að einhver bóndi hafi gefið kindum sínum fiskimjöl.
Því verður víst seint að treysta að sé gert enda talsvert kostnaðarsamt.
Fyrir skömmu var greint frá því, að samkvæmt rannsóknum innihéldi hrossakjöt og einkum hrossafita, fjölómettaðar fitusýrur.
Er ég heyrði af niðurstöðu þessar rannsóknar rifjaðist upp fyrir mér, að bóndi sem ég hafði verið í sveit hjá sem unglingur gaf kúm sínum daglega matskeið af fljótandi hrossafitu.
Það var á árunum upp úr 1960.
Sá hefur verið langt á undan sinni samtíð og var það reyndar á mörgum sviðum; kröftugur og dugandi bóndi og þau hjónin bæði. Fólk sem ég á góðar minningar um og bjó fallegu búi í norðlenskum dal.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.