Sveitarfélög að sameinast?

CaptureÍ Morgunblaðinu sjáum við frétt sem ekki lætur mikið yfir sér en boðar tíðindi ef af yrði.

Flóahreppur varð til fyrir nokkrum árum með sameiningu þriggja hreppa þ.e. Villingaholtshrepps, Hraungerðishrepps og Gaulverjabæjarhrepps.

Það hefur áður verið rætt um hvort ekki gæti verið hagkvæmt að sameina Flóahrepp og Árborg og sannleikurinn er sá, að það gæti verið æskilegur kostur.

,,Sameinaðir stöndum vér en sundraðir föllum vér“ er sígilt orðtak og víst yrði sameiginlegt sveitarfélag öflugra og fjölbreyttara.

Capture2Þegar ritari hafði nýlokið við að þennan pistil, var honum bent á þessa aðsendu grein í Dagskránni sem gefin er út á Selfossi, sem er allrar athygli verð!

Nú þarf að fylgja umræðunni eftir, ræða málin, vega og meta og ganga síðan til kosninga ef niðurstaða viðræðna verður sameiningunni hagstæð.

Kostirnir gætu verið margir en ókostir gætu líka fylgt sameiningunni og er þá fyrst að geta, að ,,nándin“ gæti minnkað og lipurðin líka en hafa verður í huga að sameinað sveitarfélag yrði væntanlega öflugra í ýmsu tilliti.

Eitt af því sem mælir með sameiningu er að sveitarfélögin eru nú þegar að stórum hluta einn vinnumarkaður og íbúar Flóahrepps sækja mikla þjónustu til Árborgar en þaðan sækja menn líka verkefni o.fl. í Flóahrepp.

Eðlilegast er að vinna málið í viðræðum og að niðurstaða þeirra, verði síðan lögð í dóm íbúa í almennri kosningu.


Bloggfærslur 7. september 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband