25.9.2025 | 06:04
Skýringa er óskað
Rússar segjast reiðubúnir til að hitta Zelensky, nefna ýmsa möguleika og t.d. stungu upp á Moskvu sem fundarstað fyrir nokkrum dögum.
Ekki þótti Zelensky það heppilegur staður til að vera á og trúlega hefur honum fundist sem hann væri að stinga höfðinu í gin ljónsins með því að fara þangað og einnig getur svo sem verið, að hann sé í fýlu eftir að þeir Putin og Trump funduðu í Alaska.
Myndi úr Morgunblaðinu sem tengist efni greinarinnar ekki beint.
Trump var að lýsa því yfir að Úkraínar ættu að drífa í að ,,frelsa Úkraínu", sem þýðir væntanlega að ljúka því sem þeir byrjuðu á fyrir mörgum árum síðan og sem varð m.a. til þess, að skotin var niður hollensk farþegaþota sem leið átti yfir Donbass svæðið.
Það er löngu liðinn atburður sem aldrei verður tekinn til baka en er sem dæmi um hve lítið má út af bera, þegar þeim sem ekki kunna með að fara eru fengin í hendurnar hættuleg vopn, en eins og kunnugt er keyptu Tyrkir samskonar búnað af Rússum og allt hefur það farið vel, enn sem komið er.
Í nútímanum er það annað sem við er að fást og í fréttum höfum við séð og heyrt, að drónaflug yfir Kastrup hafi valdið vandræðum og auðvitað eru drónarnir rússneskir eins og flest annað illt þessa dagana.
Allir flugu þeir yfir og allir fóru þeir aftur og a.m.k. sumir ljósum prýddir , eins og við fengum að sjá í sjónvarpsfréttum Rúv og gott ef ekki var spjallað við ,,hernaðarsérfræðing" af íslenskri gerð af því tilefni.
Það er gott, að eiga sérfræðinga á hinum ýmsustu sviðum, sem geta stillt sér upp fyrir framan tölvu til að fræða okkur hin þegar mikið liggur við. ,,Gott er hverri þjóð að eiga ..." o.s.frv., hvort heldur um er að ræða sægarpa ,,hernaðarfræðinga" eða aðra ,,fræðinga.
Við göngum björt og brosandi út í daginn, alsæl, hress og kát, vitandi að allt er í besta lagi allra laga og bíðum spennt eftir því hver verði kallaður næst upp á svið.
Æðingjar eru góðir hver á sínu sviði og svo eru svið líka góð eins og flestir vita!
Rússar eru greinilega orðnir eitthvað illa áttaðir, fyrst þeir grípa til drónaflugs með ljósagangi og öðrum tilþrifum, til þess eins að tufla farþegaflug til og frá Kastrup.