Allt er það vont og verra en verst

Teiknarar fjölmiðlanna fanga oftast stemmninguna í samfélaginu og Skjámynd 2025-09-24 062342pólitíkinni nokkuð vel og segja stóra sögu í einni mynd.

Halldór teiknar fyrir Vísi og Ívar Morgunblaðið og við gerum ekki upp á milli þeirra en njótum þess að virða myndirnar fyrir okkur og undrumst hve mikið er hægt að fanga í eina litla mynd.

Þessi er t.d. eins lýsandi og nokkuð getur verið fyrir ástandið í Bandaríkjunum en þar er boðið upp á forseta sem segir eitt í dag og annað á morgun og engin leið er að giska á hvað kemur þar næst.

Hundskammaði Zelensky á sínum tíma, bauð Putin á fund í Alaska og samkvæmt því Frelsisem nýjast er, þá hefur hann þessa stundina botnlausa trú á Zelensky.

Ef til vill hafa skammirnar virkað að mati hins sveiflukennda forseta í ,,guðs eigin landi" til þess, að nú sé hægt að setja traust sitt á hann frekar en Putin, en á morgun getur það verið orðið á hinn veginn.

Hér á ísa köldu, hafa vindar blásið í pólitíkinni en líkt og áður, vantar ekki áhugan á að gera gott í heimsmálunum.

Hvort það tekst og hvort á verður hlustað er hæpið enda blaðrið trúlega ætlað til heimabrúks og svo er alltaf gott að geta ferðast á kostnað þjóðar sinnar og gert sig Skjámynd 2025-09-24 064344gildandi í útlöndum.

Við sáum það hjá ,,stjórninni" sem var og við sjáum það hjá þeirri sem er, nema að ekki er enn búið að bjóða Zelensky á Þingvöll og þaðan af síður Putin en það er flandrað og flumbrað og enginn sér fyrir endann á því brölti.

Ríkisstjórnin sem var gerði fátt, en innleiddi flandurshefðina og sýndarmennskuna í afskiptum af utanríkispólitíkinni: í Abú Dabí, Hörpu, Þingvöllum og víðar, engum til gagns en sjálfum sér til upplyftingar.

Leikurinn er í endurtekningu og við bíðum eftir því sem kemur næst og víst er að grínararnir sem teikna í miðlanna munu hafa úr nægu að moða.


Bloggfærslur 24. september 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband