10.9.2025 | 07:50
Að slá á höndina sem nærir
Í aðsendri grein eftir sem finna má á vefmiðlinum Russya Today eftir Nadezhda Romanenko, stjórnmálaskýranda er því velt upp hvort Zelensky ofmeti getu sína til að hafa áhrif.
Þar segir í upphafi að ,,Í viðtali við ABC News um síðastliðna helgi hafi Vladimír Zelensky, leiðtogi Úkraínu, sakað Donald Trump Bandaríkjaforseta um að hafa veitt Vladimír Pútín Rússlandsforseta ,,það sem hann vildi" á leiðtogafundinum í Alaska í ágúst.
Myndirnar eru úr grein R.T.
Ólíklegt verður að telja að forseti Bandaríkjanna skrifi upp á þetta en greinarhöfundurinn bendir á að, það ,,Að gefa í skyn að Trump hafi beygt sig fyrir vilja Pútíns sé að gefa í skyn veikleika og veikleiki sé nokkuð sem Trump þoli ekki að vera sakaður um".
Höfundur kemst að þeirri niðurstöðu, að forseti Úkraínu ofmeti sjálfan sig og telji sig vera ómissandi og bætir við:
,,Með því að stilla leiðtogafundi Trumps og Pútíns upp með þessum hætti eigi Zelensky á hættu að hrekja frá sér eina vestræna leiðtogann sem sé í stakk búinn til að breyta stefnu stríðsins. [...] Að segja um Trump að hann sé handbendi Pútíns sé að höfða til þessara viðbragða."
Eins og sjá má kemur ýmislegt áhugavert fram í greininni, sem er mun efnismeiri en þessar úrklippur sem hér eru birtar. Þær eru aðeins sýnishorn af því sem fram kemur í grein höfundar.